Eru menn virkilega að upphefja sjálfan sig með því að taka þátt í þessu rugli.

Ef að ég væri í hanns sporum fari ég með veggjum og léti engan vita að ég hefði komið nálægt þessi anskotans icesave rugli.Ég er bara ekki enn að skilja hversvegna í anskotanum við erum að greiða hundruð milljarða til útlanda þar sem menn veðjuðu bara á rangan hest,meðan rikisstjórnin lofaði fyrir 10mán að slá skjaldborg yfir heimilin,og hvað hefur hún gert til þessa,einmitt,nákvæmlega ekki neitt,frekar farið í hina áttina og hækkað skatta á okkur.Mér er einfaldlega algjörlega fyrirmunað að skilja þetta,meðan við erum að sigla okkur í kaf í skuldafeninu og hækkun á erlendu lánunum,þá semja þeir um að hjálpa öðrum þjóðum.
mbl.is Hagkerfið kemst í skjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

skil þetta ekki heldur - svo mætir hann í öllum fjölmiðlum eins og sjálfskipaður "bjargvættur" - á ekki til orð

Jón Snæbjörnsson, 8.6.2009 kl. 08:05

2 identicon

Það er spurning hvort það væri ekki rétt að líta á þennan samning sem ölmusu til Breta og Hollendinga.  Það lætur manni líða aðeins betur.  Það er jú sælla að gefa en að þiggja sagði amma mér alltaf.

Matthías Einarsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 09:13

3 identicon

Sammála þessu. Þetta er algjört helvítis rugl og aumkunarlegt hlutskipti sem þessi ríkisstjórn ætlar okkur Íslendingum og bullið í SG er til að kóróna alla vitleysuna.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 14:41

4 Smámynd: Ellert Smári Kristbergsson

Skiljið þið þetta ekki?

Ég veit um bók sem að útskýrir þetta allt saman. Hún heitir Bibblían. Þú þarft bara að skipta út nokkrum orðum:

Jesús verður Íslendingar

Júdas verður Bretar og Hollendingar

Guð verður AGS

Núna erum við í kaflanum þar sem Íslendingar eru hengdir á krossinn og hinar þjóðirnar horfa á. Eftir sjö ár er svo komið að kaflanum þar sem Íslendingar eru komnir til vítis að berjast við djöfulinn.

Ellert Smári Kristbergsson, 8.6.2009 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband