Karlmenn sem þekkja konur á því hvar þær eru loðnar.

Stór og mikill kvenmaður, í ermalausum sumarkjól gekk inn á bar.
Hún lyfti hægri handleggnum hátt upp, svo kafloðinn handarkrikinn blasti við,
- benti yfir þéttsetinn barinn og spurði:  "Er hér einhver karlmaður
sem vill bjóða konu í glas?"
Það sló þögn á mannskapinn, sem reyndi að leiða brussuganginn í henni hjá sér.
Lítill sjóari, kófdrukkin og glaseygður sem sat við enda barborðsins,
sló í borðið og hrópaði: "Gefðu ballerínunni í glas"
Barþjónninn hellti í glasið og skessan þambaði úr því.
Hún sneri sér aftur að gestunum og með sama gassaganginum glennti hún
loðinn handarkrikann framan í þá og spurði:
"Er hér einhver karlmaður sem vill bjóða konu í glas?"
Aftur var það litli, fulli sjóarinn sem skellti peningum á barborðið
og sagði "Gefðu ballerínunni aftur í glas"
Barþjónnin gekk til hans og sagði:  Heyrðu kallinn minn – það er þitt
mál ef þú vilt borga vínið fyrir kjellinguna,
- en af hverju kallarðu hana alltaf ballerínu ?

"Ég fullyrði", svaraði fulli sjóarinn – "að kona sem getur lyft
fætinum svona hátt, hljóti að vera ballerína"

 

kona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband