Einhverfur drengur skilinn eftir einn,það er varla hægt að trúa þessu á ferðaþjónustu fatlaðra.

Ég sá þessa frétt inná vísi nú í morgunsárið og bara get ekki orða bundist um láta hana hingað inn,hverskonar fólk er í vinnu hjá hjá félagsþjónustunni?

Steingrímur getur ekkert tjáð sig. Faðir Steingríms, segir mildi að ekki hafi farið illa.
Martin segir sárt að vita til þess að sonur sinn sé skilinn eftir á stöðum fjarri þeim áfangastað sem hann átti að vera sendur á fyrir það fyrsta og þess ekki gætt að hann komist í réttar hendur. Það sé ólíðandi meðferð, sérstaklega þegar börn eiga í hlut.
 

Móðir drengsins, furða sig einnig á að hann sé látinn sitja í framsæti bíla ferðaþjónustunnar. „Ég hélt að lög í landinu bönnuðu slíkt,"  

Það gengur ekki að barnið okkar sé ítrekað skilið eftir einhvers staðar niðri í bæ, eitt og yfirgefið, því starfsmennirnir hafa ekki fyrir því að finna leikskólann hans," segir Martin. Í stað þess að leita betur fóru starfsmenn ferðaþjónustunnar tvívegis með drenginn í Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á Háaleitisbraut. Í annað skiptið var honum fylgt inn en bílstjórinn gat ekki sagt starfsfólki Styrktarfélagsins hvað drengurinn héti. Slík vinnubrögð segir Martin lýsa miklu fálæti í garð lítils barns.

Seinna skiptið hafi þó verið mun alvarlegra en þá skildi bílstjórinn Steingrím eftir í anddyri Styrktarfélagsins. „Hann getur ekkert tjáð sig en þykir spennandi að fara út og skoða. Hann hefði ekki þurft að hafa mikið fyrir því að ganga út um sjálfvirku dyrnar sem þarna eru. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvað hefði getað gerst," segir Martin. Sem betur fer veitti starfsfólk Styrktarfélagsins drengnum athygli og sá til þess að hann kæmist í réttar hendur.

Gunnar Torfason svaraði fyrir það fyrirtæki (ferðaþjónustu fatlaðra). Hann vildi ekki tjá sig um málið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Þetta er náttúrulega alveg ótrúlegt, ómannúðlegt, ókvenúðlegt og óóó barasta. 

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:55

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Sammála þessu. Enn Vignir hvað ert þú að gera á fótum kl 05:49?

S. Lúther Gestsson, 24.9.2008 kl. 20:14

3 identicon

Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég las nýjustu bloggfærsluna er það sama og sá sem commentar hér á undan....er ekki í lagi með ykkur...búinn að blogga kl 5:49 :)

Dagrún Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 13:42

4 Smámynd: Vignir Arnarson

Ég læt ykkur eftir að velta vöngum yfir því ......................

Vignir Arnarson, 27.9.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband