Þarna er sönnum Íslendingum rétt lýst

Þarna er sönnum Íslendingum rétt lýst,það er jú í okkur öllum ríkjandi réttlætiskennd þar sem allir eiga að hafa sama rétt og sömu "forréttindi" til að lifa.

Það eitt að taka svona gríðarlega stóra ákvörðun um líf ungra konu gerir þennan ágæta flugmann að sannri hetju,svo ég tali nú ekki um það að skeita engu um þann kostnað sem þessu fylgir fyrir hanns vinnuveitanda.

Til hamingju ungi maður og guð veri með konunni um ókomna tíð.flug          images


mbl.is Mannbjörg í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sannur íslendingur? Skylst að það séu engir íslenskir flugmenn að fljúga vélum Iceland Express! En flott samt sem áður hjá þessum flugmönnum og áhöfn :)

GM (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 08:23

2 identicon

sá þessa færslu við fréttina og ætlaði að segja það sama á fyrri kommentari gerði. En það mun vera rétt að næstum engir íslenskir flugmenn fjúlga fyrir ice express. en ætli þessi flokkist þá ekki sem ,,íslands vinur" þá.

LS (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 09:26

3 identicon

Vel af sér vikið hjá áhöfninni að bregðast svona skjótt við og konan sé heil á húfi, burtséð frá því að yfirleitt tekið á svona málum með þessum hætti.

Reyndar alveg rétt eins og kom fram í fyrri athugasemd að mjög ólíklegt sé að flugmaðurinn hafi verið íslenskur. Það er svissneska flugfélagið Hello sem rekur og flýgur vélunum fyrir hönd Iceland Express. Þó held ég að einhverjir íslenskir flugmenn séu innanborðs hjá Hello og því ekki útilokað að flugmaðurinn hafi verið íslenskur. Það virðist því sem svo að hið sanna íslendingagen leynist í blóði manna víðar.

Ásgeir Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 09:32

4 Smámynd: Hvumpinn

Nokkuð ljóst að maðurinn er ekki íslenskur og ekkert víst að hann sé sérstaklega ungur heldur.  En "medical diversions" eru ekkert óalgengar og nokkur fjöldi véla lenda á Keflavíkurflugvelli á hverju ári með veika farþega. Eru það þá allt "sannir íslendingar" sem eru þar á ferð? Varla.  Týpísk gúrkufrétt í 24st og kjánalegt innlegg.

Hvumpinn, 14.8.2008 kl. 12:16

5 identicon

Jú þeir eru nú einhverjir sem eru að fljúga fyrir Express. Ég hef amk hitt einn Ísl. flugmann hjá þeim og hef lúmskan grun um að þeir séu örugglega fleiri en það.

Jón S. (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 12:17

6 identicon

Það var nú ekki nema einn íslenskur flugmaður sem borgaði Hello nokkrar milljónir fyrir að fá að fljúga fyrir þá og hann er nú kominn annað. Hins vegar er annað mál um hversu mikið snarræði var að ræða þar sem Basel í Sviss er hvergi nálægt flugleiðinni Barcelona - Keflavík og veit ég fyrir víst að vélin var tvo og hálfan tíma að fljúga þetta. Einnig finnst mér grunsamlegt að flugfélag með höfuðstöðvar í Basel skuli ekki getað bjargað nýrri áhöfn. Mig grunar að þetta hafi bara verið enn ein bilunin hjá Iceland Express og nú breiða þeir yfir það með hetjusögum...

Jón P. (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband