3 vikur á Íslandi

Jæja þá er komið að því að vinna aftur eftir 3vikna frí á landinu góða.

Við hjónin erum búinn að aka um landið með "hreisið" okkar u.þ.b. 2500km á þessum tíma og höfum barasta ekki fengið nokkurn frið fyrir sólinni !!!!!!

Alveg er þetta búið að vera dásamlegur tími og það er mjög gaman að sjá hversu mikill metnaður er lagður í tjaldsvæðin vel flest,nema ef vera skildi á (Þórunnarstræti)Akureyri og Borgarnesi þvílíkt og annað eins metnaðarleysi hef ég hvergi séð.

En suðurlandið er með gríðarlega mikið að fallegum og vel búnum svæðum og topp þjónusta þar einnig,á klaustri er þó fallegast af þeim stöðum sem við fórum á.Hellishólar bjóða uppá mikið og gott svæði með mikilli þjónustu,Laugarland í Holtum einnig.

En á miðju ferðalaginu ráfuðum við inn hjá þeim í Víkurverki og fórum ekki þaðan fyrr en nýtt hjólhýsi var komið aftan í bílinn,og auðvitað alveg óvart.Whistling 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband