Enn og aftur á að ráðast á bifreiðaeigendur með skattlagningu.

Enn og aftur á að ráðast á bifreiðaeigendur með skattlagningu í þessu landi.

Einmitt þegar kreppir að þá á að bæta við skattlagningu einfaldlega vegna þess að ríkið sér að þegar tilskipum ESB tekur gildi að þá minki tekjur vegna skoðunar bíla.

En þó á hún í raun eftir að aukast samkv þessu:Jafnframt er í smíðum reglugerð sem samgönguráðherra setur um skoðun ökutækja en þar er gert ráð fyrir að skoðunartíðni ökutækja sé breytt til samræmis við tilskipun Evrópusambandsins. Sú tilskipun kveður á um það að nýir fólksbílar skuli skoðaðir á fjórða ári og síðan á tveggja ára fresti upp frá því. Einnig er gert ráð fyrir því að hjólhýsi og tjaldvagnar verði skoðunarskyld.

 


mbl.is Alvarleg umferðarslys vegna lélegs ástands ökutækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Eiríksson

Þetta kemur ekki niður á þeim sem fara með bílana sína í skoðun á réttum tíma, þetta er sekt sem verður lögð á þá sem trassa það, sem að mér þykir reyndar bara flott mál...alltof margir bílar þarna úti sem eru í raun og veru óökufærir en eru samt á ferðinni innann aðrabíla og gangandi vegfarendur...ef að fólk vill ekki borga þetta þá er bara um að gera að halda bílnum í lagi og mæta á réttum tíma

Árni Þór Eiríksson, 4.11.2008 kl. 09:30

2 Smámynd: The Critic

Þetta bitnar aðallega á námsmönnum erlendis sem hafa tekið bílana með sér og komast því ekki með bílana í skoðun.

The Critic, 4.11.2008 kl. 09:36

3 identicon

Hvað er málið með að fara með bíl í skoðun á réttum tíma? Reyndar þegar ég horfi út um gluggan hérna þar sem ég sit, sé ég bílhræ,(pallbíll) ryðgaðir brettakanntar, þeir eru reyndar horfnir af ryði, og bílinn holóttur af ryði, en samt er hann ný skoðaður!! Kannsi þeir ættu að vera strangari á skoðunarstöðvum en þeir eru, a.m.k miðað við þennan bíl sem ég tala um.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:38

4 Smámynd: Vignir Arnarson

Þetta er auðvitað kórrétt hjá þér Árni,ég er ekkert að setja út á það að fólk greiði sektir.

Hitt er svo annað að nú á að fara að láta okkur greiða skoðunargjald af hjólhýsunum og tjaldvögnum fellihýsum og þegar þú á miðjum vetri fatta að númerið endar á 1 þá verður þú annað hvort að fara austur í sveitir í vitlausu veðri og sækja húsið með tilheyrandi áhættu og eða greiða stórsekt fyrir að mæta of seint.Þetta er það sem ég á við við erum að greiða mun meira til skoðunum en við gerðum áður og því er þetta gríðarleg hækkun,svo ég tali nú ekki um ruglið til hvers að skoða þessi tæki sem ekkert hafa til  að skoða?

Vignir Arnarson, 4.11.2008 kl. 09:41

5 identicon

Sæll Vignir og The Critic, (The Critic - ég svara þér hér neðst)
Fyrir þá sem standa sína plikt, þá þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að greiða þetta gjald.  Ef hjólhýsi/tjaldvagn stendur ónotað í 8 mánuði, þá leggja menn bara inn númmerin þegar menn hætta notkun.  Umrætt gjald leggst ekki á ökutæki sem eru skráð úr umferð.  Hins vegar þýðir það að um leið og setja á plöturnar á aftur þarf að skoða ökutækið, en það ætti jú að vera sjálfsagt.
Ef reglugerðin gengur óbreytt í gegn, þá þýðir það að skoðunum mun fækka um ca. 20%, þannig að það er alls ekki svo að skoðun á hjólhýsum og tjaldvögnum vegi upp á móti því að skoðunum almennra ökutækja fækki.
Síðan má nú vekja athygli að því að umrædd reglugerð hefur einnig þau áhrif að ekki verður lengur verður gerð sú krafa að skoðunarstofa megi ekki gera við og að verkstæði megi ekki jafnframt reka skoðunarstöð.  Hér gæti mögulega verið um að ræða opnun á kerfinu sem leiðir af sér aukna samkeppni.
The Critic - Þetta ætti ekki að bitna á námsmönnum erlendis, því Umferðarstofa tekur gildar skoðanir frá öllum skoðunarstofum innan EES svæðisins.  Í þeim tilfellum þurfa menn reyndar sjálfir að sjá um að senda niðurstöður skoðunar til Umferðarstofu, en menn fá svo í kjölfarið sendan nýjan skoðunarmiða.

Einar Solheim (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:52

6 identicon

Kæri þingmaður. Nýja reglan um skoðun bíla er ágæt. Ábyrgð á öryggismálum bíla á að hvíla á eigandanum. Eftirlitið á að felast í því að skoða bíla með innköllun og stuttum fyrirvara og stikkprufum. Flestir sem fara með bíl ískoðun í dag, undirbúa bílinn sinn þannig að þennan tiltekna dag fái hann skoðun, Skítt eð alla hina dag ársins. Skoðunarmerkið er komið og dugar í heilt ár, jafnvel lengur. Eins og kerfið er í dag, er líkast sem ábyrgðin hvíli á eftirlitinu, Eftirlitið hefur áhyggjur af því að margir bílar séu í slæmu ástandi. Þarna þarf að færa eftirlitið út á vegina og taka bíla til skoðunar, óvænt og fyrirvaralaust. Láta eigendr hættulegra bíla sæta ábyrgð með sektum. Þetta mun fljótlega snúa við þeirri hugsun að hægt sé að aka um á biluðum bíl, sem er þó með réttan skoðunarmiða,og trassa viðhald vegna þess að það er ekki komið að skoðun.

kveðja Guttormur

Guttormur Björn Þórarinsson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:53

7 identicon

Sælir, þetta er nú bara hið bezta mál, ég er sjálfur að vinna við bílgreinina og hef margoft haft bíla til umsjónar sem eru í notkun en eru í skelfilegu ástandi vægast sagt, hemlalausir, brotnar framrúður, filmur sem sést varla útum í rúðum, hjólabúnaður/hjólbarðar að detta í sundur og margt fleira kemur í hugann en stendur ekki til að ræða frekar.

Þetta er á ábyrgð eiganda að hafa þetta í lagi og óásættanlegt að sumir komist upp með að vera á druslum sem stafar hætta af í umferðinni.

Þetta á bara að hafa í lagi og ekki erfitt að mæta einu sinni á ári í skoðun fjárinn hafi það :)

mbk

Jón Ingi

Jón Ingi (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:59

8 Smámynd: Einar Steinsson

Guðbjörg, það fer mikið eftir hvernig bíllinn er byggður hvaða áhrif ryð hefur á bíla. Þessi pallbíll er væntanlega byggður á grind þannig að á meðan grindin og festingar sem halda húsinu og pallinum föstum eru í lagi eru ryðgöt ekki vandamál. Ef bíllinn er hinsvegar venjulegur fólksbíll þá liggur burður bílsins í öllu "boddýinu" og þá fer ryð, jafnvel þó að það séu "bara" göt í brettum að skipta miklu meira máli um öryggi bílsins.

Annars líst mér vel á þessar reglur, ég skil aldrei þessa tregðu við að fara í skoðun, ef eitthvað er að sem gerir bílinn minn hættulegan vil ég fá að vita af því þannig að það sé hægt að laga það.

Hins vegar er ég ekki viss um að þetta með skoðun á tveggja ára fresti í ESB sé rétt, ég bý í ESB landi og bíllin minn (6 ára gamall) þarf að fara á hverju ári í skoðun.

Einar Steinsson, 4.11.2008 kl. 10:09

9 identicon

Ég fagna reglum um hert eftirlit með að þau ökutæki sem eru í umferðinni hverju sinni séu í lagi. það er ekki vanþörf á þar sem það virðist orðið ákveðið þjóðarsport að aka um á óskoðuðum ökutækjum. Laganna verðir eru alveg hættir að amast nokkuð við því að menn trassi löggildar skoðanir. Með þessu móti verður tekið hart á trössunum með sektum en hinir sem samviskulega færa ökutæki sín til skoðunar ættu ekki að nein óþægindi af þessum breytingum. Eins er það löngutímabært að hjól- tjald- og fellihýsi séu skoðuð reglulega. Það er algerlega óásættanlegt miðað við fjölda þeirra að þau séu á ferð um þjóðvegi landsins ef af þeim stafar stórhætta fyrir almenna umferð.  

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 10:22

10 Smámynd: Vignir Arnarson

Er ekki Sigurður Eðv að hitta naglann á höfuðið,með því að tala um að löggæslan er löngu hætt að fetta fingur útí óskoðaðar bifreiðar á götunni,er ekki málið að það eru jú einmitt löggæslan sem á að hafa auga með þessum skúrkum sem ekki eru á bílum í lagi.

En að hjólhýsi og þ.h. þurfi að færa til skoðunar er algjörlega ÚT Í HÖTT.Það ætti að taka stikkprufur á leið útúr bænum og eða við þjóðvegina,vegna þess að það er nánast ekkert sem getur bilað í þessum tækjum svo þau verði hættuleg.

Vignir Arnarson, 4.11.2008 kl. 10:37

11 Smámynd: Einar Steinsson

Getur ekkert bilað í hjólhýsum??? Hvað um:

  • Bremsubúnað (það hafa orðið banaslys þar sem aftanívagnar hafa sett dráttartækin úr jafnvægi á leið niður brekkur)
  • Ljósabúnað
  • Tengibúnað
  • Fjöðrunarbúnað
  • Burðarvirki
Maðurinn hefur ekki ennþá búið til það tæki eða tól sem ekki getur bilað.

Einar Steinsson, 4.11.2008 kl. 11:00

12 Smámynd: Vignir Arnarson

Í fyrsta lagi eru það eigendur sem verða þess varir ef bremsubúnaður í eftirvagni bilar það er engin hætta á að skoðunarmenn fari niður brekkur með tækin.

Og það þarf ekki að fara til skoðunar til þess að skipta um peru eða laga tengi í eftirvögnum frekar en bílum.

Fjöðrunarbúnaður er ekki að bila í þessum tækjum það vita þeir sem eiga þau og vita hvernig þetta er byggt upp(flexitorar)

Það skildi vera verulega heimskur maður sem færi að halda því fram að burðarvirki á hjólhýsi gæti ryðgað í spað

Vignir Arnarson, 4.11.2008 kl. 11:31

13 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er óbein árás - sko, það mun virka mjög letjandi fyrir trassana að koma með bílinn í skoðun ef þeir eru svolítið seint á ferðinni ef þeir þurfa allt í einu að fara að borga milli 7500-15000 fyrir.

Það held ég að þeir taki frekar áhættuna, og æða þá bara um á sínum lélegu bremsum, með smá olíuleka, meiriháttar ryð og hvaðeina sem amar að og er ódýrt að lappa uppá.

Það, eða vera rukkaðir um stórfé og hafa þá ekki efni á lagfæringum.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.11.2008 kl. 11:54

14 Smámynd: Vignir Arnarson

Góður punktur hjá Ásgrími 

Vignir Arnarson, 4.11.2008 kl. 12:01

15 Smámynd: Einar Steinsson

  • Eigendur verða þess ekki endilega varir að eitthvað sé að bremsubúnaði fyrr en í óefni er komið. Skoðunarmenn mæla bremsurnar með þar til gerðum mælitækjum og þurfa ekki að fara niður brekku til þess.
  • Ein algengasta orsök þess að bílar fái athugasemd í skoðun er bilun í ljósabúnaði, heldurðu virkilega að eigendur fylgist eitthvað betur með hjólhýsum heldur en bílum?
  • Flexitorar eru sterkur búnaður en getur bilað samt. Ég átti bíl (gamlan Subaru) sem var með flexitor fjaðrabúnaði að aftan og gerði einu sinni heiðarlega tilraun til að setja mig útaf á Mýrdalssandi þegar bíllin hlunkaðist niður öðru megin að aftan og bremsaði þar með hjólinu.
  • Burðarvirkið þarf ekki endilega að ryðga en ég hef séð hjólhýsi á ferð á þannig vegumleysum og slóðum að ég hefði allavega kíkt undir eftir ferðina til að sjá hvort nokkuð hefði gengið úr skorðum en þú mundir greinilega ekki gera það.

Einar Steinsson, 4.11.2008 kl. 12:13

16 identicon

Ásgrímur - þú kemst ekki upp með að fara ekki í skoðun og greiða ekki gjaldið.  Ef þú trassar skoðun, þá leggst gjaldið á og verður innheimt að fullum þunga.  Hins vegar getur þú lækkað það niður í 7.500kr. með því að mæta fljótt í skoðun eftir álagningu.  Ef þú hins vegar neitar alfarið að greiða gjaldið, þá getur þú hins vegar lent í því að það verði tvöfaldað í 30.000kr.
Kvatinn á því vissulega að vera til staðar.

Einar Solheim (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband