Hvort á maður að hlægja eða gráta ?

Miða við það sem þessi ungi maður hefur fram að færa hlýtur maður að spyrja sig um það hvort og þá hvenær eftirlit með einelti í skóum byrjaði.? Þó svo að einelti geti að sjálfsögðu farið fram hvar sem er bæði á heimilum og utan þess innan um kunningjana og víðar.

Það að svona mikil heift skuli geta brotist út mörgum árum síðar er auðvitað skiljanlegt,það að lenda í einelti er ekkert gaman mál og ég er alver klár á því að í "gamla" daga þegar ávallt var verið að stríða manni að eftir á að hyggja var þetta ekkert annað en einelti sem maður lenti í.

eineltishringurinn


mbl.is Ætlaði að pynta þau og drepa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

'Eg á erfitt með að skilja fyrirsögnina hjá þér við þessi skrif.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 27.9.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú átt örugglega að gráta Vignir minn. Hlátur er nú varla við hæfi af þessu tilefni, finnst mér...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.9.2008 kl. 20:42

3 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Oft verður hlátur til við geðshræringu, hann á án efa við það.

Ragnar Borgþórs, 27.9.2008 kl. 21:02

4 identicon

Ég er fórnarlamb mjög grófs eineltis og það er eins og ég hafi skrifað þessa grein. Ég hef óskað gerendunum ítrekað ómældra þjáninga og geri enn þrátt fyrir að ég hefi leitað mér og fengið einhverja hjálp. Það sem hefur þó hjálpað mér mest er ómældur stuðningur (ekki kannski skilningur því hver skilur svona nema sa sem hefur lennt í því) vina minna. Ég þori alveg að segja frá því í dag að einn af gerendunum missti bróður sinn sem framdi sjálfsmorð. ÉG GLADDIST. Er einhver sem heldur að það sé eðlilegt. Ekki ég allavega og ég er ekki alveg viss hvað ég myndi gera ef ég kæmist að því að einhver væri að beita systra börn mín sama ofbeldi og ég var fyrir. Ég vona að fólk gagnrýni mig ekki fyrir að skrifa þetta, þetta er bara satt og sárin mín eru ekki gróin þótt liðin séu 20 ár og ég vinni í mínum málum enn. Einelti er ofbeldi sem ég held að ætti að falla undir sama refsiramma og nauðgun. Refsilög er samt þannig á Íslandi að gerendum á barnsaldri er ekki refsað, en ég segi bara fyrir mína parta að ég er stórskemmdur einstaklingur. Verst er að þrátt fyrir framfarir er enn verið að beita einelti og margir stjórnendur skóla og vinnustaða líta framhjá því og taka jafnvel þátt. Að leifa eineldi að viðgangast er að vera meðsekur í að skila út í þjóðfélagið einstaklingum sem tolla illa í vinnu, þurfa marga veikindadaga og eru mun afkasta minni en stjórnendur hafa hugmynd um. Einnig kosta þessir einstaklingar okkur öll miljaraða. Svo ég hvet þá sem hafa minnsta grun um að einhverjum líði illa vegna eineltis til að leggja fram hjálparhönd. Það væri meiri greiði fyrir alla þjóðina en flestir gera sér grein fyrir. Stoppum einelti, veitum gerendum geðhjálp og verndum þolendur. Margir þolendur verða nefninlega gerendur í framtíðinni. Ég veit alveg hvað ég er að segja! Reundar finnst mér að ég ætti ekki að þurða að borga fyrir sálfræðihjálp, en það er efni í annan pistil. Takk fyrir að lesa þetta.

E (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband