18.3.2008 | 14:59
Páskabrandari ársins.Já þetta er algjörlega frábært svona í tilefni páskana..................
Karlinn og sínöldrandi eiginkona hans, fóru í ferð til Jerusalem.
Þar andaðist eiginkonan.
Útfararstjórinn bauð karlinum tvo kosti:
Það kostar 350.000 kr að senda hana heim og þá er athöfnin eftir,
en við getum grafið hana hér í Landinu helga fyrir 10.000 kr.
Karlinn velti þessu svolítið fyrir sér og sagðist svo vilja senda hana heim.
Af hverju ættir þú að sóa 350 þúsundum til þess að senda konuna heim.
Það væri bara indælt að henni væri búinn legstaður hér, auk þess sem
það kostar ekki nema 10 þúsund krónur.
Sá gamli svaraði:
"Fyrir löngu síðan lést hér maður, hann var grafinn hér,
en á þriðja degi þá reis hann upp frá dauðum.
Ég get bara ekki tekið þá áhættu."
Athugasemdir
Ertu búin að setja upp brandarahorn '??????????? Gott hjá þér ef mig vantar góðan brandara þá fer ég bara á síðuna þína. Hafið það sem best biðjum rosalega vel að heilsa öllu fólkinu þínu knús frá Spáni.
Jóhanna og Halldór (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 16:32
Takk fyrir elskurnar,já brandarar bæta geðið og líðan okkar,svo er bara svo helv.... hollt að hlægja eins og þú þekkir vel.Svo ég tali nú ekki um hvað við erum fyndnir frændurnir hihihihi
Vignir Arnarson, 18.3.2008 kl. 17:20
Ég hélt að þetta væri mynd af ykkur hjónum...hef nefnilega ekki séð ykkur svo lengi
Dagrún Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.