ÆÆÆ frekar slæm mistök........

Tvær konur eru að bíða á biðstofunni við Gullna hliðið og eru að bera saman sögurnar af því hvernig þær dóu. Sú fyrri segir: “Ég fraus til bana.”
“En hræðilegt,” segir hin, “að frjósa til bana. Það hlýtur að hafa verið kvalarfullt?”
“Ekkert svo,” segir sú fyrri, “þegar maður er hættur að skjálfa af kulda verður maður bara syfjaður og finnur fyrir hlýju. Loks dettur maður bara út. Hvað með þig? Hvað gerðist?”
“Ég fékk hjartaáfall. Mig var búið að gruna manninn minn lengi um framhjáhald og ákvað að koma snemma heim úr vinnunni einn daginn. En þegar ég kom heim, sat hann bara inni í stofu og horfði á sjónvarpið.”
“Nú?” spyr sú fyrri. “En hvað gerðist?”
“Ég var alveg viss um að það væri önnur kona í húsinu, svo ég hljóp um allt að leita. Upp á háaloft, niður í kjallara, gáði inni í alla skápa og undir öll rúm. Ég hélt þessu áfram þar til ég var búin að kemba allt húsið. Þegar því var lokið var ég svo örmagna að ég hné niður, fékk hjartaáfall og dó.”
“Hmm,” segir sú fyrri, “leitt að þú skyldir ekki kíkja í frystikistuna.
Þá værum við báðar á lífi.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viggi, hvenær varstu kjörinn á þing?

Ég er svo hissa, fyrir hvaða flokk ertu þar? Er það grínistaflokkurinn, rauðvínsflokkurinn, pottormaflokkurinn, hobbitaflokkurinn eða sætustustrákaflokkurinn????

Annars, gaman að lesa bloggið þitt.

Ég spyr líka. Af hverju er ég ekki bloggvinurinn þinn?

knús knús, Símona.

Símona Elína Katarína Úndalberit (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

 Þessari samsuðu stal ég af síðunni hans Jóhannesar Ragnars. Tel alveg víst að þetta kunnir þú að meta Vignir....

"Svo orkti frú Ingveldur á fögrum vormorgni þegar hún var nýskriðin heim eftir velheppnað nætursvall:

Fyrsti var of lítill,

annar var of stór,

þriðji var of feitur,

fjórði var of mjór,

fimmti var of stuttur,

sá sjötti var of sver,

en sjöundi, hann passaði í láfuna á mér ... "

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.3.2008 kl. 11:59

3 Smámynd: Vignir Arnarson

Maddama,kelling,fröken,frú: Símona Elína Katarína Úndalberit  vertu velkominn sendu mér bara meil og þú verður vinur minn

Hafsteinn rétt hjá þér kann mjög vel að meta þetta,dettur í hug að láta þetta flakka um nágranna þinn........sem þú munt kunna að meta.........?

Á rúmstokknum sæll Stebbi situr
og segir við Gunni fljótt
þín fold er svo fögur og vitur
nú fæ ég það hjá þér í nótt.

Og Gunnur hún ansar að bragði
ég elska þig heitt Stebbi minn
um leið og hún lófana lagði
á lókinn og stýrð´onum inn.

Vignir Arnarson, 17.3.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband