15.1.2008 | 11:28
Jæja þá er það veðrið
Það var alveg sérdeilis gaman að vakna upp í morgun og líta út það var neflinlega skaflar uppí 150cm hæð fyrir utan húsið á pallinum og innkeyrslunni.
Ég gallaði mig upp og mokaði frá vinnu bílnum en þar sást eingöngu í gluggana,frúar bílinn þurfti auðvitað ekki að moka upp hann fór sína leið hjálparlaust eins og við er að búast af þannig bíl.
Færðin í bæinn var frekar slæm mikil hálka og þæfingur þó mestur upp að skógarhlíðinni en ágætt eftir það.
Nú vonandi helst þessi snjór bara þannig að við getum farið að fara á skíði.
Athugasemdir
Ert þú ekki í Þorlákshöfn líka, eins og ég? Hvar í fjandanum náðirðu í 150 cm skafl...það var ekkert hjá mér yfir 60 cm, þar sem hafði skafið. Ég er reyndar eitthvað lengri en þú og stend betur uppúr sköflunum...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.1.2008 kl. 13:37
góður :)
Dagrún Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 13:45
Hafsteinn minn þú ert snillingur.
En það snjóaði bara meira þarna hjá okkur uppí "Beverly Hills,
Vignir Arnarson, 15.1.2008 kl. 14:29
Ha, ha...ég hélt að þú værir nú ekki kominn á svæði þar sem þeir voru að falast eftir jeppastyrknum um árið, var það ekki í Norðurbyggðinni? En venjan er nú að snjórinn sé meiri í lægðunum og síður á hólunum þannig að ég hélt að það væri hjálp í þúfunni sem þú ert á.....en þarna virðast öll lögmál fara á haus, sennilega kominn svo nærri bæjarstjórninni...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.1.2008 kl. 15:23
En ég gleymdi því Vignir, er frúarbíllinn búinn að skila sér aftur, helvítis ólán er þegar þeir eru svona sjálfala að fara bara sjálfir af hlaðinu, að ég tali nú ekki um úr skafli uppá 1.50. Það er ekki margt sem heldur í hann...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.1.2008 kl. 15:27
Hæ, hæ en það er eitt í sambandi við 1,5 m skafla hæð, hmm Viggi var þér óhætt að fara út í slíka hæð ? Ég meina náðir þú að skríða ofan á fönninni ? Annars bara allt í góðu og væri svo sem alveg til í komast aðeins í snjóinn hjá ykkur. Kveðja frá Spáni
Halldór (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 18:22
Já sæll frændi minn góður,þú veist nú sennilega betur en Hafsteinn vinur minn að STÆRÐI SKIPTIR EKKI MÁLI .
Vignir Arnarson, 17.1.2008 kl. 17:21
.. Hún skiptir gríðarlegu máli Vignir ef maður þarf að standa uppúr einhverju...eins og í þessu dæmi, mér virðist skaflarnir eitthvað hafa vaxið þér í augum...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.1.2008 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.