Já er ekki rétt að hækka bílprófsaldurinn?????

Það eru vafalaust margir sammála mér,og örugglega margir ósammála mér,en eigum við ekki aðeins að skoða þetta út frá nýjum glugga? OK gerum það.

Það fyrsta sem í hugan kemur er að einstaklingur verður ekki lögráða fyrr en hann hefur náð 18ára aldri,þetta eru lög.Þessi sami einstaklingur má þó gifta sig fyrir 18ára aldur,en,hann má t.d. ekki kaupa kampavínið í veisluna sína það verður einhver annar að gera,sjáum við fullbúin brúðhjón fyrir okkur fyrir utan ríkið í kringluni að biðja okkur hin um að kaupa fyrir sig 10 kassa af kampavíni,nei sennilega ekki.

Hvenær verða menn lögráða?
Menn verða lögráða þegar þeir verða 18 ára. Hafi þeir gengið í hjónaband fyrir þann tíma verða þeir þó lögráða við hjúskaparstofnun.

Við verðum að átta okkur á að þegar 17ára barn er úti að aka með vini sína í bíl sem hugsanlega við foreldrar eigum,við gætum verið að tla um100-300 hestafla ökutæki þá erum við að treista þessu sama barni fyrir hugsanlega 4-5 mannslífum,EN ÞAU MEIGA NO:1 EKKI GIFTA SIG.NO:2 EKKI KAUPA SÉR TÓBAK.NO:2 EKKI KAUPA ÁFENGI.NO:4 EKKI KAUPA SÉR ÖKUTÆKI.(með leifi sýslumanns)

Það er svo hrapandi mikið ósamræmi í þessu öllu að ég bara skil ekki hvernig þetta er hægt,börn meiga,meðan þau eru börn stofna okkar börnum í lífshættu á stundum með því að aka um götur og vegi landsins sem verður nú að teljast heldur hættulegra en að t.d.gifta sig.(þó það auðvitað geti verið hættulegt út af fyrir sig) 

Hvaða samræmi er í þessu ? Ég bara spyr.


mbl.is Sviptur ökuleyfi á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri frekar að auka kennslu við að keyra sem og meiri fræðslu,maður þarf að taka einhvera 15-16 ökutíma til að fá bílpróf og mæta samtals 5 kvöld og þá er maður kominn með teinið ? Það er ekki skrítið að þetta sé svona, ætti kanski líka að sýna í ökukennslu video af því þegar bíll klessir á á yfir 100km/h þá fara held ég flestir að hugsa.

JKJ (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 15:45

2 identicon

Þessi drengur hafði greinilega engan þroska til þess að fá bílpróf, ekki frekar en flestir 17 ára guttar á Íslandi. Þetta eru bara smákrakkar og það þarf að hækka prófaldurinn upp í 18 ár hið bráðasta.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 15:56

3 identicon

Það skiptir engu máli hvort bílprófsaldurinn sé 17 eða 18 ára, þetta er bara alltaf jafn mikið sport hjá þeim fyrst.  Og eitt þó svo að einhver gifti sig eftir 18 ára aldurinn, þá má hann ekki fara i ríkið fyrr en tvítugur;)

Stína (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 16:12

4 identicon

Er 18 ára einstaklingur eitthvað minna spenntur að fá bílpróf og keyra hratt heldur en 17 ára? nei... eini munurinn á þessum munum er að 18 ára gaurinn er með fleiri bringuhár.

99% þeirra sem fá bílpróf 17 ára eru algjörlega nógu þroskaðir til að fá það.

Björn Pálsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 18:34

5 Smámynd: Vignir Arnarson

Ég held nú bara að hann Sófús vinur minn hafi þarna nokkuð til mála sinna.

En fyrir þá sem ekki vita þetta þá er það borðleggjandi hér að 13 manns létust í umferðinni á síðasta ári þar sem of mikill hraði var meðal orsaka.  Af þeim létust 10 manns vegna ofsaaksturs.  Þar er átt við kappakstur og annan akstur sem telja verður til fífldirfsku.Ungir ökumenn. 9 af 23 sem létust sem ökumenn eða farþegar í bílum voru ekki í öryggisbeltum.

ÞETTA ER EINFALDLEGA STAÐREINDIR.

Vignir Arnarson, 30.3.2007 kl. 13:46

6 identicon

17 ára unglingur er ekkert minna þroskaður til að aka bíl en annar... í þessari frétt kemur jafnframt framm að 20 ára ökumaður var stopaður á 148 km hraða... ekki mikið meiri þroski þar á ferð...

Axel (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 18:27

7 identicon

Bara setja allar aldurstakmarkanir í 18.ár. Þar sem maður er kominn yfir þann aldur hefur maður ekki yfir neinu kvarta

HjaltiVignis (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband