Já en þingið er eitt allsherjar DJÓK...............Hvað skildi hún gera í því?

Hvað eru við að gera með svona "gúrku" kellingar á þingi sem ekki þola nýlega orðabreytni.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, gerði athugasemd við orðalag Tryggva Þórs Herbertssonar alþingismanns í kvöld, en Tryggvi talaði um „eitt lítið djók“ þegar hann lýsti málflutningi stjórnarliða.

Tryggvi Þór sagði í andsvari við ræðu Önnu Pálu Sverrisdóttur, varaþingmanns Samfylkingar, að þegar menn teldu sig vera að laga agnúa í skattakerfinu með því t.d. að afnema vísitölutengingu persónuafsláttar þá væri það bara „eitt lítið djók“.

Þingforseti minnti þingmanninn á að menn töluðu íslensku í þingsal. Þetta var raunar í annað sinn sem Ásta Ragnheiður gerði athugasemd við ræðu Tryggva Þórs, en hann sagði „hún“ þegar hann átti að segja háttvirtur þingmaður.


mbl.is Bannað að segja „djók“ á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nýlega orðabreytni???

Óli blaðasali (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Er þetta ekki bara djók?

Eyjólfur G Svavarsson, 20.12.2009 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband