23.1.2009 | 07:23
Ísland fær ræðismann í Tógó,það er svona sem á að gera hlutina
Það er gott til þess að vita að peningum sé varið í eitthvað uppbyggilegt.
Íslensk ræðismannsskrifstofa verður opnuð í Afríkuríkinu Tógó hinn 11. febrúar. Kjörræðismaður verður Claude Gbedey, fjármálastjóri barnaþorps SPES frá stofnun þess. Embætti kjörræðismanns er ólaunað. Hlutverk hans er að gæta hagsmuna íslenskra ríkisborgara og styðja við stjórnmála-, viðskipta- og menningarsamstarf.
Hjálparsamtökin SPES reka barnaþorp í borginni Lóme þar sem 92 börn eiga heimili.
Hjónin Njörður P. Njarðvík og Bera Þórisdóttir, sem voru meðal stofnenda SPES, leggja af stað í árlega ferð til Tógó í dag. Meðal annars munu þau líta til með uppbyggingu nýs þorps sem hafin er. Þá munu þau heimsækja skólann sem börnin í þorpinu ganga í, en hann hafa samtökin stutt við bakið á. Þarna eru fáir kennarar og léleg aðstaða. Við höfum meðal annars byggt skólastofur og látið leggja rafmagn, í samstarfi við foreldrafélag skólans," segir Bera.
Samtökin finna fyrir kreppunni eins og aðrir. Bera segir þó framtíð þeirra þó ekki í hættu. Við höfum tryggt okkur og eigum fé til að reka heimilið um ákveðinn tíma. En þrátt fyrir allt hefur almenningur haldið áfram að styrkja okkur og margir hafa haldið áfram að gefa ríkulega
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.