Passíusálmar Alþingismanna.

Passíusálmar Alþingismanna
1
Upp, upp, mín laun og allt hitt með,
upp mitt bjarta og góða geð.
Halldór og aðrir hjálpi til.
Herrans aura ég minnast vil.

2
Sankti Davíð skipar skyldu þá,
skulum vér allir Alþingi á
kunngjöra þá umbun og dörtí díl,
sem djöfull bauð aumum Davíðsskríl.

3
Ljúfan Mammon til lausnar mér
langaði víst að hjálpa hér.
Mig skyldi og lysta að minnast þess
mínum drottni til þakklætis.

4
Í auðlegð mér líka aurinn ber,
æ, hvað er mikil rækt í mér.
Mammon er gætinn í minn stað.
Of sjaldan hef ég minnst á það.

5
Sál mín, skoðum þá sætu von,
sem hefur oss við guð, vorn mammon,
forhækkað aftur og forlaunað.
Fögnuður er að hugsa um það.

6
Hvað stillir betur hjartans böl
en heljar gnægð og auravöl?
Hvað heftir framar hneyksli og synd
en hrægamms gyllta auðarmynd?

7
Hvar fær þú glöggvar, sál mín, séð
sanna guðs ástar hjartageð,
sem faðir græðginnar fékk til mín
framar en hér í Alþingis vin?

8
Ó, mammon, gef þinn anda mér,
allt svo verði til dýrðar þér
uppreiknað, svikið, sagt og téð.
Síðan þess aðrir ei njóti með.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

fín vísa...

en hætti bróðir þinn að blogga eða fórstu í fýlu við hann ?

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 15.12.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Vignir Arnarson

Ha nú er ég ekki með skoðum málið kveðja Spæjó..........................

Vignir Arnarson, 16.12.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband