Aðventu brandari.

Smá grín á aðventunni.

Mamman hafði verið að segja litla syni sínum að hann væri búin að vera mjög óþægur þetta árið.

"Hva... ekkert í skóinn!" grenjaði strákurinn.

"Jæja" sagði mamman, "kannski ef þú skrifar Jesúbarninu bréf og segir honum að þér þyki það mjög leitt, þá kannski gefur jólasveinninn þér eitthvað

Litli drengurinn fór inn í herbergið sitt og byrjaði á bréfinu.

Með hverju bréfinu, sem hann byrjaði á, eftir öðru, baðst hann afsökunar og lofaði að vera góður í einhvern afmarkaðan tíma.

Hvert bréfið á fætur öðru krumpaði hann saman, henti og breytti "vera góður". Að endingu gafst hann argur upp en fékk þá hugljómun!

Hann hljóp inn í stofu þar sem var lítið líkan af fjárhúsinu í Betlehem, þar fjarlægði hann styttuna af Maríu og pakkaði henni varlega inn í sokk og kom henni svo vandlega fyrir ofan í skúffu hjá sér, loks náði hann sér í blað og blýant og byrjaði að skrifa:

"Kæra Jesúbarn, ef þú vilt einhvertíma sjá móður þína aftur....."

jesú


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband