7.12.2008 | 10:37
Hugsið vel um börnin og takið eftir því sem þau gera,líka þegar þú lest blöðin................
Mamma var ekki heima og pabbi var að passa mig. Ég var ekki nema eins og hálfs árs gömul.
Einhver hafði gefið mér tesett sem var eitt af uppáhalds leikföngunum mínum.
Pabbi sat inni í stofu í öðrum heimi við að lesa dagblöðin og bróðir minn var að dunda sér í rólegheitum.
Ég færði pabba te sem auðvitað var bara vatn. Eftir fjöldan allan af tebollum og helling af hrósi frá pabba þá kom mamma heim.
Pabbi sagði henni að bíða og kíkja og sjá hvað þetta væri sætt að sjá mig færa honum te, ég væri bara algjört krútt.
Mamma beið og horfði þegar ég kom enn eina ferðina með tebolla handa pabba. Hún horfði á hann drekka teið og þegar hann hafði klárað úr bollanum varð henni á orði;
Gerir þú þér grein fyrir að eini staðurinn sem þetta litla barn getur komist í vatn er beint út klósettinu??
Athugasemdir
Issss... klósett vatn er bara vítamín.
S. Lúther Gestsson, 7.12.2008 kl. 12:31
Já Lúddi minn ég veit að þú ert ýmsu vanur á þínu heimili
Vignir Arnarson, 7.12.2008 kl. 13:52
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 17:47
Góður frændi, og ekki síður svarið hér að ofan. Ekki þvældist ég fyrir þér eða foreldum þínum um helgina.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 01:08
Viggi minn...vorum við ekki örugglega að drekka appelsín heima hjá ykkur í gær????????
kveðja frá stóra fólkinu
Dagrún Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:02
Ekki veit ég annað Dagrún mín,Dagur sá um að útvega veigarnar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Vignir Arnarson, 8.12.2008 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.