Einu sinni var óttalega feiminn Hafnfirðingur sem fór að vinna í apoteki. Fyrsta daginn kom inn kona sem bað um Tampax. Hafnfirðingurinn fór alveg í rusl og eldroðnaði en afgreiddi hana nú fyrir rest. Síðan fór hann og talaði við apotekarann og og sagði að þetta gengi alveg hörmulega hjá sér því hann væri svo ægilega feiminn.
Apotekarinn sagði honum að örvænta ekki, hann skyldi bara skapa samræður við kúnnann og þá batni þetta allt saman.
Stuttu síðar kom kona í apotekið og bað um bómull.
Já, já, sagði Hafnfirðingurinn, Svo þú ert bara farin að rúlla upp sjálf?
Athugasemdir
hahahahah góður
frændi í hafnarfirði (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.