Þetta er auðvitað mál sem lengi hefur verið vitað um en enginn viljað gera neitt í,gríðarlega alvarlegt og ætti að taka í raun harðar á en ella.
Það t.d. er ekkert grín í kolvitlausum veðrum að fara að sækja slasaða upp til fjalla með þeim tækjum og tólum sem þarf til ef menn eru fastir inní bílum,þyrlur og þess háttar.
Hitt er svo rétt hjá Páli eins og hann seigir að að ölvun ökumanna á fjöllum hafa verið vandamál fyrir sex til átta árum en síðan hafi ástandið snarlagast og verið til fyrirmyndar hjá jeppamönnum.
Drukknir ökumenn skemmdu hús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver er munurinn á sögninni að aka og dönsku slettunni keyra?
Mosa finnst þingmaðurinn mætti kynna sér málin betur. Textinn að ofan er ekki nógu vel fram settur. Hugsunin óskýr og þarna er verið að blanda saman ýmsum ólíkum málum þó svo þau tengist.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 3.5.2008 kl. 08:31
hvernig veit fólk að þeir hafi verið fullir ef þeir vita ekki einu sinni hverjir þetta eru.Finnst nú frekar ósmekklegt að fullyrða eitthvað sem engin sönnun er fyrir.
Davíð Þorvaldur Magnússon, 3.5.2008 kl. 13:45
er oft uppá fjöllum í ferðum og það er alveg hræðilegt hvað það eru margir ölvaðir á snjósleðum og jeppum hef líka séð eina björgunarsveit ölvaða uppá fjöllum, það mætti alveg fara ræði við þessa menn, eða gera enkvað í þessu, langar samt EKKI að BJÖRN MÆTI MEÐ GASIÐ ÞANGAÐ UPP, hann er best geymur í útlöndum.
saga (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 14:56
Davíð: Það liggur fyrir hverjir gerðu þetta, hvenær og í hvaða ástandi þeir voru. Þeir voru ekki einir þarna. Ölvun á fjöllum er stórvandamál enn í dag, bæði á jeppum og kannski sérstaklega á vélsleðum. Það er ekki langt síðan kom fram hjá lækni á bráðamóttöku LSH að 8 af 10 sem kæmu á móttökuna eftir slys á hálendinu væru undir áhrifum áfengis.
Það er eins og margir telji sig utan laga og réttar jafnframt því að vera utan samfélags siðaðra manna um leið og túttujeppinn er kominn upp fyrir 250 metra yfir sjávarmáli. Ég þekki þetta mjög vel og það þarf að koma á stórkostlegri hugarfarsbreytingu hjá fjallamönnum.
Sleggjan (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 15:02
heyrðu þú skalt nú fara varlega í svona fullyrðingum ég ferðast sjálfur uppá fjöll og á það sem þú kallar túttujeppa og ég drekk ekki áfengi hvorki á láglendi né hálendi
Davíð Þorvaldur Magnússon, 3.5.2008 kl. 15:35
Það eru nokkrir syndaselir í þessu eins og svo mörgu öðru sem koma óorði á okkur hin sem dettur ekki í hug að blanda saman áfengi og jeppamennsku.
Ísdrottningin, 3.5.2008 kl. 16:04
Undirritaður starfar á hálendi og jöklum landsins á sumrin sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna og hefur gert það s.l. rúm 20 ár. Hér áður fyrr var það mjög algengt að verða vitni að ölvunarakstri bifreiðastjóra og jafnvel rútubílstjóra á hálendinu en mér finnst þó eins og það hafi minnkað mjög á undanförnum árum. Á frítímaferðum mínum um hálendið á vetrum hefur mér fundist áberandi hve algengt það er að sjá ölvaða menn á vélsleðum og einnig nokkuð á jeppum en eðli málsins samkvæmt eru engar rútur á ferðinni á hálendinu á vetrum. Það kemur ekki á óvart að upplýsingar frá bráðamóttöku segi að 8 af hverjum 10 slösuðum vélsleðamönnum sé undir áhrifum áfengis þegar komið er með þá á slysadeild svo algengt er fylleríið á þessu liði á hálendinu á veturna. Spurning hvort gasmennirnir þurfi ekki að vera með úthald á ákveðnum stöðum á hálendinu á veturna um helgar þegar sleða-alkarnir eru að fullnægja fíkninni.
corvus corax, 3.5.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.