Þetta gerðist á gatnamótum í Reykjavík,hvernig haldið þið að háraliturinn hafi verið hjá henni???

Það stoppaði stór trukkur á rauðu ljósi í Reykjavík. Ljóshærð kona stekkur
út úr bílnum sínum, hleypur að trukknum og bankar á dyrnar.
Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna og hlustar á hvað hún hefur að segja.


“Hæ ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.
Bílstjórinn gerði ekkert með þetta og hélt bara áfram.
Þegar trukkurinn stoppaði aftur annars staðar á rauðu ljósi, stoppaði
stúlkan hann aftur. Hún stökk út úr bílnum sínum og bankaði á dyrnar hjá bílstjóranum. Aftur skrúfaði hann niður rúðuna. Eins og þau hefðu aldrei talað saman, sagði sú ljóshærða skýrt og greinilega:


“Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.
Hristandi hausinn, hunsaði bílstjórinn hana aftur og hélt áfram niður götuna.
Á þriðja rauða ljósinu, þá gerðist það sama. Eins og stormsveipur stökk sú ljóshærða út úr bílnum, hljóp að dyrum bílsins og bankaði.
Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna. Enn og aftur segir sú ljóshærða:
“Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.”
Þegar það var komið grænt ljós, keyrði trukkurinn af stað með það sama að næsta ljósi. En þegar hann stoppaði í þetta skiptið, dreif hann sig út úr trukknum og hljóp aftur að bíl ljóshærðu konunnar. Hann bankaði bílrúðuna og þegar hún skrúfaði hana niður, sagði hann:

 “Hæ, ég heiti Birgir, það er vetur í Reykjavík og ég er að keyra SALTBÍLINN.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ljóshærð kona stekkur
út úr bílnum sínum, hleypur að trukknum og bankar ...skrifaði Vignir. Hvaða háralit skildir þú hafa, hr. þingmaður

Markús frá Djúpalæk, 10.3.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Vignir Arnarson

Nákvæmlega með grátt í vöngum en lítið fyrir innan

Vignir Arnarson, 10.3.2008 kl. 16:17

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Undarlegt er innrætið

Ullar er hann sokkur. - og botnaðu svo

Markús frá Djúpalæk, 10.3.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband