8.3.2008 | 10:39
Ætlum við enn og aftur að láta þetta vaða yfir okkur og ræða þetta bara á kaffistofum landsins?
Já þetta er alveg með ólíkindum að þetta skuli vera liðið,en skildi þetta vera staðreynd að verðið þurfi að vera svona hátt?
Ætlum við enn og aftur að láta þetta vaða yfir okkur og ræða þetta bara á kaffistofum landsins?
Eru þessir olíu furstar ekki bara að nýta sér uppsveifluna í þjóðfélaginu undanfarið og hækka og hækka til þess að þeir geti leikið "góðu gæjana" og lækkað eftir smá tíma og þá stendur nóg eftir fyrir þá?
Algjörlega óþolandi að menn þurfi að hugsa sig um hvort þeir hafi efni á að skreppa t.d. norður á Akureyri að hitta fjölskilduna,spurning um hvort flugið eigi ekki eftir að njóta góðs af þessu.
Hækkar eldsneytið enn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
stutta svarið: JÁ
Skaz, 8.3.2008 kl. 11:35
Ríkið er að fá 2 milljarða í umfram tekjur á ári vegna þess hve hátt eldsneytisverð er orðið. Það er ríkið sem ætti að lækka skattana á bensínlítranum. Þetta er nefnilega ekki bara olíufélögin, það er eiginlega ríkið sem er að ræna okkur. Það er um 70% skattur á hvern bensínlítra sem fer beint til ríkisins.
Tómas Þórsson, 8.3.2008 kl. 13:06
Auðvitað eigið þið þingmenn að taka á vandanum
Markús frá Djúpalæk, 8.3.2008 kl. 13:10
Sæll félagi, hvað leggur þú til , auðvitað ræðum við þetta á kaffistofum landsins þannig mótmælum við. ekki dettur neinum í hug að stofan til fjöldamótmæla fyrir framan þingið, nei við bloggum um þetta og kvörtum. Ríkið á að koma til móts við okkur með svona hækkanir,, eða Olíufélögin að endurgreiða okkur fyrir margra ára samráð.?
Reynir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 14:06
Kaupum rafmagnsbíl.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.3.2008 kl. 16:11
Mér virðist nú Vignir að jafnvel þetta meinta okur á eldsneyti fæli okkur ekki frá kaupum á óhagkvæmum bílum? Það væri undarlegt ef stjónvöld færu við þær aðstæður að draga úr álögum, nema bara vegna þess að þetta er inní vísitöluruglinu. Þar sem mætti lagfæra er kannski að hvetja meira til notkunar dísilbíla, það gráta margir yfir hvað gasolían er orðin miklu dýrari en bensínið, sem mér finnast röng skilaboð.
Þar fyrir utan er ekki dýrast að kaupa eldsneyti á Íslandi og vantar þar mikið á. bæði Bretland og Noregur, þar sem ég hef nýverið keyrt eru langt fyrir ofan okkur, bæði varðandi dísel og bensín. Mér finnst þið alltaf tala um þetta eins og einhvern séríslenskan veruleika....?
Ég tek undir með síðasta ræðumanni. Málið er að nota innkomuna af viti til að koma fólki hagkvæmt á milli staða. Ég raunar óttast um þann þátt málsins.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.3.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.