Í fangelsi fyrir fugl?
Ekki vildi betur til en að hinn 39 ára gamli Isenhour sló einn golfbolta beint í fuglinn sem féll niður úr tré þar sem hann hafði komið sér fyrir í tré sem var í um 50 metra fjarlægð frá upptökustaðnum.
Isenhour hefur beðist afsökunar á atvikinu en hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist í eitt ár.
Það var hljóðmaðurinn Jethro Senger sem var við störf á upptökustaðnum sem tilkynnti um atvikið. Í vitnisburði hans kemur fram að Isenhour hafi ekið golfbifreið að fuglinum, sem var á þeim tíma í um 270 metra fjarlægð frá upptökustaðnum. Þar sló Isenhour nokkra bolta í átt að fuglinum og reyndi að fá hann til að fljúga burt.
Það tókst ekki betur til en svo að haukurinn færði sig nær upptökustaðnum og hélt áfram að hafa hátt. Isenhour tók þá til við að slá enn fleiri golfbolta í átt að trénu þar sem að fuglinn var staðsettur.
Hljóðmaðurinn segir í vitnisburði sínum að Isenhour hafi slegið allt að 10 golfbolta í átt að fuglinum af stuttu færi áður en hann hitti fuglinn beint í höfuðið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.