3.3.2008 | 16:06
Ef þú ýtir mér skal ég EKKI ýta þér.......En hvað gerist þá?????
Maður liggur í rúminu hjá konu sinni, þegar allt í einu er bankað á útihurðina hjá þeim. Hann snýr sér við og lítur á klukkuna og sér að hún er hálf fjögur að morgni. Ekki ætla ég að fara til dyra. hugsar hann með sér og snýr sér aftur við. Þá er bankað enn harðar á útihurðina.
Ætlarðu ekki að fara til dyra? spyr kona hans.
Jæja, hann dregst á lappir, fer niður stigann og opnar. Þar fyrir utan stendur maður. Ekki fór á milli mála, að maðurinn var vel fullur.
Hæ, sagði sá drukkni, geturðu komið og ýtt mér?. Nei, þú ert of fullur, burt með þig, klukkan er hálf fjögur að nóttu og ég var sofandi. segir maðurinn og skellir hurðinni á hann.Svo fór hann aftur upp í rúm. Kona hans spurði hvað hafði gerst og sagði síðan, Heyrðu, þetta var nú ekki fallega gert. Manstu þegar bíllinn okkar bilaði og við þurftum að fá einhvern til þess að ýta okkur um miðja nótt til þess að ná í börnin til barnapíunnar? Hvað hefði gerst, hefði sá maður ekki ýtt okkur?.
Já en þessi maður er blindfullur., svaraði maðurinn.
Skiptir ekki máli, við eigum að hjálpa honum. sagði konan.
Maðurinn fer þá aftur fram úr og niður stigann og opnar dyrnar. Á ég að ýta þér núna? kallaði hann út í myrkrið.Já, takk, endilega kallaði maðurinn utan úr myrkrinu. Hvar ertu?, kallaði hinn.
Og sá hífaði kallar: Ég er hérna í rólunni úti í garði!!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.