SUÐURLANDSVEGUR VERÐUR TVÖFALDAÐUR ÞAÐ ER KOMIÐ Á HREINT.

SUÐURLANDSVEGUR VERÐUR TVÖFALDAÐUR ÞAÐ ER KOMIÐ Á HREINT.

Þetta fékk ég staðfest í morgun þegar ég mætti í morgunþátt í útvarpi sögu til þess að ræða um 2+1 vs 2+2 veg austur fyrir fjall.

Það var G.Pétur Matt upplýsingarfulltrúi vegagerðarinnar sem mætti líka og upplýsti mig um það að þessi ákvörðum hefði verið tekin og öll vinna kominn á fullt með 2+2 veg,þarna kom einnig fram að útboð gætu hafist núna strax í haust á hluta leiðarinnar.

Mér þótti líka athyglisvert að heyra það að um tíma voru þrengslin aðal valið fyrir 2+2 og hefði það nú verið mjög gott val þar sem þau eru yfirleitt ekki lokuð.

Lýsing er ekki inní myndinni seigir hann hún er einfaldlega hættuleg að þeirra mati og má það til sannsvegar færa hitt er svo annað að hún getur líka verið til bóta og ætla ég ekkert að vera með miklar skoðanir á því ég vil lýsingu og ekki orð um það meir.

Einnig töluðum við við Þór forstjóra Sjóvá sem upplýsti okkur um að þeir þyrftu ekki að koma að þessari framkvæmd vegna þess að ríkið átti alt í einu peninga í þetta. Wink

Þetta var virkilega gott spjall og mikið fróðlegt gaman að fá uppl sem virðast ekki liggja á lausu svona dags daglega fyrir leikmenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að þetta sé mikil sigur fyrir alla íslendinga ef rétt reynist.

Djúníorinn (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Ríkið á náttúrulega böns af péningum á meðan það endurgreiðir Impregilo ekki oftekinn skatt !! 

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 31.1.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Vignir Arnarson

Já þetta er rétt og ekki bara það við við eigum nóg til af peningum heldur helling af þeim við greiðum bara í bifreiðagjöld um fimm miljarða ár hvert fyrir utan bensíngjaldið ....... og svo eru það síma peningarnir...

Vignir Arnarson, 1.2.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband