Þetta sætti ég mig ekki við.

Þetta er auðvitað alveg með ólíkindum að láta svona hvernig í ósköpunum ætla tryggingarfélögin að skera úr um það að ég hafi lagt á fjallið eftir lokun?

Það geta verið tugir bíla sem eru á ferðinni einhverstaðar út í veðrinu án þess að löggan eða einhverjir aðrir vita af þeim eins og ég hef oft lent í á þessari leið verið fleiri tíma á leiðinni austur og allt lokað.

Við erum jú að tryggja bílanna okkar fyrir okkar eigin óhöppum þegar um kaskó er að ræða og við borgum sko engar smá upphæðir fyrir það svo að tryggingarfélögin hljóta að lækka þá verulega þessar tryggingar ekki satt?

Svo eru það breyttu fjallabílarnir sem eru uppá fjöllum alla daga þar sem allir vegir eru lokaðir hvað ætla bændur að gera þar? 


mbl.is Kaskó getur fallið úr gildi á lokuðum vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjallaferðajeppar eru yfirleitt með sérstaka tryggingu, sem tryggingarfélögin (a.m.k. Sjóvá) bjóða upp á.

nöldrarinn (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband