Mjög stutt jólasaga,en hversu falleg hún er veit ég nú ekki,það verðið þið nú að dæma um sjálf.

Jólasaga
 
Svona, af því að brátt koma blessuð jólin ..                          
                                                                     
Fyrir ekki svo löngu síðan og frekar langt í burtu þá var jólasveinninn að gera sig kláran fyrir sitt árlega ferðalag til byggða. En undirbúningurinn gekk allur á afturfótunum. Fjórir af álfunum hans voru veikir og lærlings álfarnir, sem þurftu auðvitað að leysa hina af, bjuggu ekki leikföngin til nógu hratt svo sveinki var farinn að finna fyrir smá stressi á að standast ekki tímaáætlun.
 
Til að slá aðeins á stressið þá fer hann í vínskápinn sinn og ætlar að fá sér einn sterkan út í kaffið til að athuga hvort hann nái ekki að róa sig niður en sér þá að álfarnir hans höfðu komist í vínskápinn og það var ekki dropi eftir. Við að sjá það þá magnast stressið upp úr öllu valdi og hann missir kaffibollan sinn í gólfið þar sem hann brotnar í spað.
 
Hann fer og sækir kúst en sér þá að mýs hafa étið öll stráin á hausnum á kústinum svo hann kom ekki að neinu gagni.
 
Þetta var nú ekki til að bæta skapið hjá sveinka og þegar hann gerði sig tilbúinn til að öskra, í þeirri von að losna við eitthvað af jólastressinu, þá hringir dyrabjallan. Hann fer til dyra og sér þar lítinn engil með stórt jólatré undir arminum.
 
Engillinn segir við sveinka: " Hvar vilt þú að ég setji þetta tré, feiti?"
 
 
 
 ......... þannig er sá siður til kominn, að það er hafður engill efst á jólatrénu      Whistling

Satt eða logið sagan er góð !!!!!!!!!!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þetta gerðist . Svo mikið er vízt.

Markús frá Djúpalæk, 20.12.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Kristín Jakobsdóttir Richter

Já, ég man eftir þessu! Ég sagði þetta við hann einu sinni!   Það er ég sem sit uppi á toppi. hehehe

Kristín Jakobsdóttir Richter, 20.12.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband