13.11.2007 | 18:21
Jólaskap skrítið þetta með það að fara í jólaskap einu sinni á ári.
Já öll vitum við að jólin koma bara einu sinni á ári og þá fara allir eða vel flestir í jólaskap er það vegna þess að við erum að gera hlutina saman eins og að baka,versla inn,búa til matinn eða velja fötin,eða sýnum við hvort öðru meiri kærleik en venjulega?
Það skildi þó ekki vera að við gætum eingöngu sýnt af okkur kærleik og væntumþykju í desember ár hvert.
En það verður í það minnsta ekki komist hjá því að það er að fara í hönd alveg yndislegur tími þar sem skammdegið leggst yfir okkur með sinni dökku dulúð þar sem ljósin lýsa okkur leiðina heim til okkar ástvina en þar kúrum við og kjössum undir teppi með kerti og horfum hvort á annað, en er það þá í janúar sem við förum í fýluna og við tekur veraldlega stressið og hversvegna skildi það vera?
Af hverju erum við ekki bara í jólaskapi allt árið?
Athugasemdir
Hvað, hvaða helvítis rómantík er þetta eiginlega? kertaljós og samfarir undir teppi??? Ertu orðinn klikkaður. Þú bíður bara eftir öllum matnum í Desember, þú færð alveg nóg að éta þó þú káfir ekki á konunni undir teppi, eða er það ekki?
S. Lúther Gestsson, 14.11.2007 kl. 08:54
Passaðu að það kveikni ekki í teppinu. Dagrún og Guðný biðja að heilsa
Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 15.11.2007 kl. 20:58
Ég er í jólaskapi allt árið. Er satt að segja engin jólamanneskja og mér finnst þessi tími ársins ekkert endilega sá skemmtilegasti! Skrýtin kona hún Sissa !
Sigþrúður Harðardóttir, 16.11.2007 kl. 16:29
Hmm ég læt sem ég hafi ekki séð þessi komment þar sem ég hef ekki neinn sérstakan áhuga á þessu málefni eins og Lúther skildi þetta, hehe
En góðar vangaveltur samt sem áður faðir góður.. Ég er mikið jólabarn og elska jólin og allt í kringum þau og verð alltaf pínu döpur í janúar þegar einhvern veginn allt er búið og allt nýtt að byrja en jólin koma alltaf aftur, get huggað mig við það
Hafið það bara gott undir teppinu ykkar og ég er bara fegin að vera ekki heima á meðan múhahaha
Hugrún (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.