Hættur í vinnuni/spurning um að fara að skjóta rjúpur....................

Jæja þá er loksins kominn sá tími að ég hætti í vinnunni eins og staðið hefur til frá því að ég sagði upp í byrjun september,en það var hinsvegar ekki fyrr en á föstudaginn að við náðum að gera starfslokasamningin og er ég mjög ánægður með að vera farinn.

Nú tekur við nýr og betri kafli með nýjum og stærri verkefnum,sem gaman verður að takast á við.Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Sjúkk....gott þú getur farið að sinna rjúpnaveiðinni. Einhver verður að redda jólamatnum handa manni, eitthvað lítill tími á þessu heimili!

Og það besta....þú mátt ekki selja okkur þær, verður bara að gefa okkur jólamatinn í ár!

Sissa .....alltaf heppin!

Sigþrúður Harðardóttir, 5.11.2007 kl. 15:36

2 identicon

Mér líst ákaflega vel á það hjá þér að gerast rjúpnaveiðimaður.Veiðitímabilið hefur nú staðið í viku og hafa björgunarsveitir þegar sinnt ellefu útköllum vegna veiðimanna sem hafa týnt sér. Ég vona að þú verðir ekki sá tólfti.                 

Ingvar Jónsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 21:09

3 identicon

Hæ hæ bara aðeins að kvitta fyrir mig og láta þig vita að við fylgjumst alltaf með ykkur hafið það gott elskurnar knús og klemma á ykkur öll kv. frá Spánverjunum.

Jóhanna (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 10:15

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Það yrði gaman að komast í þennan starslokasamning. Verður þú á Færðu ennþá að ferðast á Saga Class?

 Láttu ekki DV komast í þennan samning.

S. Lúther Gestsson, 6.11.2007 kl. 21:54

5 identicon

Þú kallar bara á mig þegar maturinn er til   

Íris Arnardóttir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 00:53

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Má  nokkuð skjóta nema 3 rjúpur eða svo?

Markús frá Djúpalæk, 7.11.2007 kl. 10:30

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ertu búinn að fá eitthvað

Einar Bragi Bragason., 10.11.2007 kl. 00:02

8 Smámynd: Vignir Arnarson

Jæja góðir gestir,OK ekkert mál að gefa rjúpur það er að seiga ef ég tínist ekki og ef ég tínist þá finnst ég sennilega út á Spáni hjá mínum fallega frænda og hinni forkunnarfögru konu hans,sóla mig í bak og fyrir með fullt rass........af seðlum eftir starfslokasamninginn biði litlu systir í mat og gef Markúsi 3 rjúpur og fer svo að vinna,en það verður gert obinbert fljótlega hvað það verður.

Ég vona að ég sé búinn að svara öllum hér að ofan. hihihiihihihi    

Vignir Arnarson, 10.11.2007 kl. 13:59

9 identicon

Viggi minn! Ekki skjóta rjúpurnar mínar sem eru að drulla á pallinn í Móabúð. Það er gaman að þeim. Mér áskotnuðust einu sinni nokkrar rjúpur með öllu þ.e. fjöðrum og innvolsi. Þar sem ég er nýtin manneskja réðist ég til atlögu við að reyta og snyrta. Málið var hins vegar það að ég var ólétt og klígjaði þess vegna ógurlega við því að koma við fjaðrirnar! Auðvitað át ég þær svo eins og kerlingin í "Óhræsinu". Í eftirrétt hafði ég svo "moldvörpubing" sem er búðingur fylltur með sveskjum (hef aldrei gert hann síðan). Mér vað auðvitað ekki meint af né Áslaugu sem var innbyrðis. Gangi þér vel en hringdu ekki í þyrlu ef dvd -spilarinn er í ólagi eins og í Spaugstofunni í gærkvöld! Kv. Dísa

Þórdís Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband