Tónleikarnir með Andrea Bocelli voru stórkostlegir.

Það var ekki laust við að eftirvæningar gætti í augum flestra sem þarna voru saman komnir enda var um að ræða heimsviðburð sem við hjónin létum ekki fram hjá okkur fara með tilstilli englana okkar þeim Hjalta Hugrúnu og Hörpu ásamt tengdabörnum,þau neflinlega gáfu okkur miðana á tóleikana snemma í haust.

En það var ánægu hrollur sem hríslaðist niður líkamann þegar snillingurinn byrjaði að syngja og auðvitað tók hann flest þekktustu lögin eins og Granada,Mamma,La bohe´me,og O surdato ´nammurato.

Með honum í dúett voru sópran söngkonan Daniela Bruera sem er alveg æðislega flott og barítóninn Gianfranco Montresor einnig mjög góður ásamt hinni frábæru sinfóníu Tékklands.

Í heild sinni var þetta yndislegir tónleikar meiriháttar gaman að upplifa það að sjá þennan snilling sem maður hefur hlustað á árum saman við allar aðstæður.

Eitt var þó ekki í lagi og það var hljóðkerfið fyrir hlé mjög lélegur hljómur og söngurinn naut sín ekki nógu vel en eftir hlé hafði greinilega eitthvað verið gert og fá þeir sem um hljóðið sáu engar þakkir fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þú ert greinilega orðinn gamall. Og kelling.

Markús frá Djúpalæk, 1.11.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: Vignir Arnarson

Það er aldeilis uppi á þér það sem ekkert er kall minn (og ég hef það fyrir satt hún Sigga sagði mér þetta einu sinni)  

Vignir Arnarson, 1.11.2007 kl. 12:33

3 identicon

Ég hefði gjarnan viljað fara, en maður er bara svo mikill vitleysingur og gerir ekkert í hlutunum. Ég er viss um að þetta hafa verið góðir tónleikar.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 13:03

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Alltaf sprækur, enda fór ég ekki á vælukjóatónleika í gærkveldi.

Markús frá Djúpalæk, 1.11.2007 kl. 17:15

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Fór ekki en trúi þér alveg

Einar Bragi Bragason., 2.11.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband