30.10.2007 | 11:37
FRIÐRIK V
Jæja þá erum við komin heim úr hinni árlega menningar ferð til akureyrar,það var alveg ótrúlega fallegt að aka norður á fimmtudagskvöldið heiðríka og tunglbjart fjöllin og umhverfið verður bara eitthvað svo fallegt í þessari birtu.
En því miður þá fengum við ekki miða á hina margrómuðu sýningu óvitar en vorum þó á biðlista,þess í stað heimsóttum við alla okkar ættingja sem eru að verða æði margir þarna fyrir norðan.
En hvað okkur hjónin varðar þá stóð uppúr heimsókn á hinn frábæra matsölustað Friðrik V þvílíkur unaður að borða þar þjónustan frábær og maturinn einnig enn matseðillinn var eitthvað á þessa leið.
Í forrétt fékk ég mér: Villt gæs; reykt, grafin og maukuð og frúin Eyfiskir smáréttir; kjöt, sjávarfang og ostur úr héraði. Og þetta var auðvitað algjörlega "klikkað"borið fram á gullfallegum gler diskum hólfaðir fyrir hvern rétt fyrir sig.
Í aðalrétt fékk ég mér Léttsteiktur hreindýravöðvi með lerkisveppum og súkkulaðisósu og frúin Villikrydduð gæsabringa með bláberjum og rauðlaukssultu.Og þarna var auðvitað algjörlega ólýsanlega góður matur frábærlega framreiddur og ekki skemmir fyrir þegar kokkurinn mætir að borðinu til þess að lýsa hvar bráðin var skotin og hvernig hann eldaði hana og lék mér þar mikill hugur á að vita hvernig hann eldaði gæsina því svo mjúk var hún að lítil munur var á henni og kartelumúsinni hvað mýkt varðar og þetta gaf hann auðfúslega upp,með þessu drukkum við Fustino V.
Sem sagt algjörlega frábær kvöldstund hjá þeim hjónum Öddu og Friðrik og eigið þið mikla og góða þökk fyrir.Ég hvet alla sem hafa gaman af mat og matargerð að heimsækja þennan stað.
Athugasemdir
Hey og ég var að spila fyrir norðan á Vélsmiðjunni á Laugard.
Einar Bragi Bragason., 30.10.2007 kl. 11:46
Helv.....hefði verið gaman að hittast drengur minn,en svona er maður nú orðin "gamall" nennir ekki á djammið
Vignir Arnarson, 30.10.2007 kl. 12:38
Svolítið hissa að það skyldi ekki standa uppúr að hitta mig og mína fjölskyldu á náttfötunum með hárið út í loftið
Sigþrúður Harðardóttir, 30.10.2007 kl. 16:36
Já og mig,- aftur og aftur í innkeyrslunni..............meira að segja uppstrílaða á leið í leikhús ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 30.10.2007 kl. 20:04
ÆI ELSKUHJARTANSKRÚSIDÚLLURÚSÍNURASSGÖTINMÍN HVAÐ HALDIÐ ÞIÐ AÐ HÚN DAGNÝ HEFÐI ÞÁ SAGT
Vignir Arnarson, 31.10.2007 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.