Enn og aftur er það ungur ökumaður sem stofnar okkur í lífshættu

Enn og aftur er það ungur ökumaður sem stofnar okkur í lífshættu og því hlít ég að spyrja er þetta ásættanlegt fyrir okkur hin?

Bíllinn sem var af BMW gerð hreinlega tættist í sundur og hjólastell rifnaði undan honum er hann valt. Kringlumýrarbraut var lokuð í um tvo tíma.
Hvernig getur þetta gerst öðruvísi en með ofsaakstri skildi ökumaðurinn sem stofnaði farþega og öðrum þeim sem um brautina fóru vera kominn undir lás og slá ?Nei hann fékk að fara heim eftir skoðum,sálfræðiskoðun,geðlæknaskoðun,eða bara skoðun hjá nemunum uppá slyso??

 


mbl.is Lögreglan: Ótrúlegt að ekki skyldi verða stórslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil bara ekki trúa því a fólk skuli virkilega halda að ungir ökumenn séu allir til ósóma.
Oft og mörgum sinnum hef ég lent í því, þegar að ég er á löglegum hraða, að fullorðnir ökumenn (á fjölskyldubílum, vörubílum, vörubílum með tengivagn, jeppum o.fl.) hafa tekið framúr mér með þvílíkum glannaskap og gefið mér puttann, eða kveikt á háuljósunum og ekið alveg upp að bílnum og þess konar dónaskap sem að skapar mér og örðum í hættu! 

Ég vil trúa því að þessi ungi ökumaður sé eins dæmi, og að nýliðar í umferðinni séu að standa sig með bestu móti og ekki að skapa neinum í hættu. 

Telma (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 17:55

2 identicon

tek undir orð Telmu... hvar eru stóru orðin þegar fullorðnir ökumenn eru á ofsahraða á stóra bílnum sínum og gera öðrum endalaust bylt við í umferðinni, hvort sem er úti á landi eða inni borginni?  Auðvitað eru svartir sauðir í öllum hópum en fjölmiðlar tala því miður mest um þessa ungu... sem virðist ekki vera mikið víti til varnaðar fyrir þá eldri.

EK (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 19:26

3 identicon

Það ætti líka að merkja gamalt fólk með sérnúmerum svo maður geti varast þau, svo eru strætóarnir líka stórhættulegir.

Eyþór (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 20:18

4 Smámynd: Vignir Arnarson

Þessi var 25ára og undir áhrifum en tölur tala sínu máli ,það þíðir ekkert að berja hausnum við steininn sjá staðreindir inná us.is.

Vignir Arnarson, 24.10.2007 kl. 20:33

5 identicon

er það ásættanlegt fyrir ykkur hin? Bíddu, hvað ert þú að leggja til? Að bílprófsaldurinn verði hækkaður í fertugt eða? Ég er 19 ára kvenmaður og segi það án þess að blikka að ég er mun betri ökumaður en margir af þeim sem eldri eru. Ég hef, enn sem komið er, einungis lent í einum árekstri og í því tilfelli var það 46 ára gamall maður sem ók utan í mig... Er það ásættanlegt fyrir okkur af yngri kynslóðinni? Jú ok, tölur tala sínu máli og blabla.. en ekki reyna að segja mér að þegar þú varst yngri þá hafi þín kynslóð verið betri ökumenn. Svona er þetta bara! Það eru lélegir ökumenn á öllum aldri og orðtakið "æfingin skapar meistarann" er bara ekki alltaf rétt. Sumir verða bara aldrei góðir ökumenn. Það er bara svo ágætt að geta kennt unga fólkinu um allt...

Kristín (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 23:27

6 identicon

Fyrir langa löngu var ég að vinna við að keyra út pakka frá flugvelli.  Við vorum í þessu nokkrir, og þóttum miklir ökuníðingar.

 Svo einn daginn er ráðinn afar settlegur drengur, rósemdin og yfirvegunin uppmáluð.  Ók alltaf 10 kílómetrum undir hámarkshraða, en ekki 60 yfir eins og við hinir.

Sá maður klessti bílinn tvisvar á því árinu.  Það hafði enginn gert áður, eðan síðan.  Og nei, hann var ekki vangefinn.

Ásgrímur (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 00:52

7 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þá veistu það Viggi minn, þetta er bara allt saman tóm vitleysa í þér, ekki reyna að skella skuldinni á aðra.

S. Lúther Gestsson, 25.10.2007 kl. 01:12

8 identicon

sko ég er komin með alveg upp í kok af öllum þessum alhæfingum um unga ökumenn, þeir eru alveg jafn góðir og slæmir og eldri ökumenn. Sjálf er ég nítján ára og mín persónulega reynsla er að gamalt fólk og strætóbílstjórar séu hættulegustu ökumennirnir enda hef ég lent í því að vera inni í strætó þegar hann á of miklum hraða klessti á annan bíl og svo hef ég lent í því tvisvar að einhver gömul kerling keyri næstum á mig í hringtorgi þegar ég er í innri hring og hún ætlar líka í innri hring af hægri akrein!! og kíkjir ekkert hvort að einhver sé þarna áður en hún æðir af stað. Í alvöru ég veit ekki hvað það eru miklar líkur á því að þetta gerist fyrir einhvern tvisvar á sama stað og sama gamla kerlingin standi fyrir því en ég lofa að þetta er sönn saga og ég klagaði hana til lögreglunnar í seinna skiptið enda munaði sirka einum sentimetra að hún hefði farið á mig. Hef hinsvegar aldrei lent í slysi eða neitt útaf ungum ökumönnum en þeir virðast alltaf vera þeir sem bent er á þegar bílslys verða.

Hrefna (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 05:56

9 Smámynd: Vignir Arnarson

Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar  

Vignir Arnarson, 25.10.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband