Gæsir og veiðimenn.

Ég fór á fætur kl 03,00 á föstudagsmorguninn,ekki til þess að verða ekki of seinn í vinnuna nei nei,heldur til að aka uppí hrepp og kúra þar ofan í skurði,já einmitt ofan í skurði í -3c kulda og 11m/sek,og reyna að draga björg í bú.

Þetta hljómar nú eiginlega frekar klént en auðvitað þarf ég ekkert að draga Björg í mitt bú,þar er kjarnorkukonan Dagný fyrir.  InLove

Haglabyssa,og svo vara haglabyssan og riffilinn(243cal) nesti(skyr)fatnaður (of langt að telja upp) skot,,,ææææææ  nóg til í riffilinn,en haglaskot 16 stk hvað var ég að hugsa,jæja miði er möguleiki (það eyðist sem af er tekið)svo ég fór af stað með miklar væntingar að vanda,enda erum við Haukur ekki vanir því að koma tómhentir úr veiðitúrum ó nei það er nú frekar að við þurfum að fá lánaðar snúrurnar hjá nágrönnum til að hengja fenginn á

Haukur vinur minn klikkaði auðvitað ekki á svona smámunum enda flugstjóri og vanur að fara yfir tékklistann áður en lagt er af stað.

En allavega þá hljómar þetta frekar heimskulegt þegar ég sest niður til að skrifa um þetta,útí skurð í roki og frosti og bíða þar í 6-8klst hírast í kulda og vosbúð og stundum engin veiði,en ég skaut nú samt 5gæsir af þeim 6 sem komu í túnið og er nú frekar stoltur með þetta.

Svo getur maður farið inní kaupfélag og þar er mikill og góður hiti og keypt stykkið á xxxx kr og meira seiga sofið út. Þvílíkt rugl maður  eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo duglegur gamli minn;o)

Vertu feginn að við systurnar borðum þetta ekki því þá þyrftir þú annaðhvort að hanga lengur í skurðunum eða þá kaupa þetta dýrum dómum í búðinni... Þá þakkaru bara fyrir kjúklinginn eða kalkúninn held ég, hehe;o)

Love jú ;* 

Hugrún (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 14:07

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ha,ha,ha þú myndir missa í brókina ef svo mikið sem gæsarungi myndi líta í áttina til þín og ropa.

Svona til að fyribyggja öll slys og rándýrar leitir björgunarsveita mæli ég nú með að þú röltir bara í kaupfélagið á Þórlákshöfn og kaupir gæsirnar.

S. Lúther Gestsson, 16.9.2007 kl. 19:35

3 Smámynd: Vignir Arnarson

Og ég sem var á leiðinni til að bjóða "gömlum" lærlingum og öðrum þeim sem gleypt hafa í sig visku mína í gegnum árin og komist til manna í matarveislu um næstu helgi LÚDDI MINN

Vignir Arnarson, 17.9.2007 kl. 10:17

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

S. Lúther Gestsson, 17.9.2007 kl. 21:50

5 identicon

Hef mikla trú á þér sem gæsaveiðimanni veit að þú ert hættur að vera hræddur við alla skapaða hluti.Hverær er svo mæting?í matarboðið alltso??þín stórkostlega mágkona að norðan

hb (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 14:25

6 Smámynd: Vignir Arnarson

ELSKUHJARTANSKRÚSIDÚLLURÚSÍNURASSGATIÐMITT,

KÆRA MÁKONA HVENÆR ERTU LAUS?

Vignir Arnarson, 19.9.2007 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband