Hvernig finnst ykkur þetta? Persónulega vorkenni ég þeim.

Fór í krónuna á Bíldshöfða um daginn til þess að versla inn eins og gengur á öllum vel reknum heimilum.

Tilgangur ferðarinnar var að kaupa eitt og annað eins og bökunarvörur en þær er einfaldlega ekki hægt að kaupa í minni ágætu hverfisbúð (Kjarval)sökum verðlags og í raun eiginlega ekkert hægt að versla þar af sömu sökum.

En aftur að krónunni,sem var alveg prýðis verslun með býsna gott vöruval verð og frábæra þjónustu sem passar vel flestum.

Ég var mikið búinn að leita af sultuhleypir að öðru sem fylgir sultugerð á göngunum þar til ég bað einn vel merktan starfsmann að aðstoða mig,og viti menn hann barasta talaði eitthvað sem ég auðvitað skildi ekkert í,og í fyrstu hélt ég að þarna væri á ferðinni einhver ógæfumaður sem hefði fundið þessa líka fínu peysu svona vel merkta og væri í 10,000 fetum eftir að hafa rekið nefið ofaní eitthvað undarlegt.

Ég horfði vel á manninn og sá þá mér til mikillar undrunar að hann var „streit“ hvað þetta varðaði,en áfram hélt hann og ég auðvitað flaggaði minni fínu ensku en ekkert gerðist, aumingja maðurinn skildi ekki eitt aukatekið orð.

Eftir heilmikla leit að Íslenskum starfsmanni fann ég ásamt konu einni sem var í sömu vandræðum og ég þ.e.hvorugt okkar kunni tékknesku eða pólsku, starfsmann sem gat liðsinnt okkur báðum en þá var varan að vísu uppseld.

Þá er komið að því að fara á kassann og greiða fyrir það sem í körfuna var komið,Ó BOJ ekki tók betra við þar,aumingja stúlkan sem þar var vissi auðvitað ekkert hvað epli var og hvað þá sæt kartafla,hún var að fletta uppí bók og reina að bera saman ávextina og grænmetið sem ekki var strikamerkt.

Og haldið þið að þetta hafi verið svona „hviss pang“túr í búðina,ó nei ég beið í röð í 20mín og það tók hana heilar 10mín að afgreiða mig og mína hollustu,ég sárvorkenni þessu fólki það er uppfullt að þjónustulund en getur ekki nýtt sér hana vegna þess að þau skilja ekkert í íslensku og eða ensku,og svo er þeim er hent beit út í búðina og sagt að vinna .

Hvernig er það á þetta fólk ekki að læra okkar mál áður en þau eru látin vinna í svona þjónustu?

Og ef að þið stjórnarmenn hjá krónunni haldið að þetta sé ykkur til framdráttar þá skjátlast ykkur all hraparlega,það er algjör lámarks krafa okkar neitanda að fá þá þjónustu að starfsfólk sé skiljanlegt,ég hef enn ekki komið inn í þá verslun þar sem mállaus maður að afgreiða,eða fengið blindan leigubílstjóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband