Það hefur bæði kosti og galla að eldast.

Þessa sögu sagði mér ágætur gamall veiðifélagi eitt sinn við árbakkann norður í landi og hef ég fyrir satt að hann hafi lent í þessu sjálfur.

Hjónakornin Jón og Gunna voru komin af léttasta skeiði en voru mjög virk í kynlífinu eftir sem áður. Eitt sinn sem oftar voru þau upp í rúmi, létu vel hvort að öðru og stefndu á að eiga mjög góða stund saman. Þegar Gunna hvíslar munúðarfullt í eyra Jóns verður hún furðulostin þegar hann rýkur upp úr rúminu. Karlinn grípur haglabyssuna og æðir út. Þar stendur hann á sprellanum og miðar upp á þak. Hvern andskotann er karluglan að bardúsa núna hugsar Gunna ergileg. Hún æpir á hann og spyr hvern fjandann hann sé að gera. Jón æpti á móti: þú sagðir að það væri rjúpa á þakinu NEI, gargaði Gunna á móti: ÉG SPURÐI HVORT ÉG ÆTTI AÐ KRJÚPA EÐA VERA Á BAKINU!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband