Skondin kosningarsaga X-D eða X-????

Ég heyrði alveg óborganlega sögu um daginn af konu einni sem var ekið utan úr sveit á kjörstað.

En þannig var að mætur sjálfstæðismaður fór í sveitina til að ná í frúnna og koma henni á kjörstað þannig að hennar atkvæði færi nú örugglega ekki til spillis,á leiðinni var eins og gengur um margt skrafað og þá auðvitað kosningar og sauðburðurinn hvernig hann nú gengi og gekk hann bara vel að hennar sögn

Nú var komið að því messa svolítið yfir kerlu til að hún mundi örugglega muna hvað hún ætti að kjósa,en kelling þessi var orðin 1/2heyrnalaus og alveg hundgömul,hann minnti hana á að merkja við D=DROTTIN,og þetta skildi kelling vel enda kirkjurækin mjög og búinn að var í sóknarnefnd í sinni sveit áratugum saman.

Jæja, nú kemur kerlin út aftur frá kjörstað og okkar maður spyr hana hvort hún hafi ekki örugglega kosið rétt þ.e. D=DROTTIN,en kerling hváði og sagði nú sagðir þú ekki G=GUÐ !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Og þetta var meðan G stóð fyrir Alþýðubandalagið og það var nú verra í augum íhaldsins en fj.....sjálfur

Sigþrúður Harðardóttir, 13.5.2007 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband