8.5.2007 | 14:06
Kosningar 2007 NEI TAKK
Það er alveg með ólíkindum að þegar maður skoðar þá sem eru í framboði í mínu kjördæmi, sem er suðurkjördæmi, hversu fáir frambjóðendur í efstu sætunum eru í raun þaðan.
Hversvegna í veröldinni ætti ég að kjósa menn úr t.d. Reykjavík til að verja mitt kjördæmi,það hlýtur að vera kappsmál að vera með menn úr "okkar sveit" í fremstu víglínu.
Sjáið t.d. hvað gerðist fyrir norðan var það ekki Halldór Blöndal sem var á framboðsfundi fyrir síðustu kosningar á Sigló og einhver spurði um göng og það komu göng,að vísu heimskasta framkvæmd Íslandssögunar og sú óhagkvæmasta en ..............1/2 vitar samt.
En lítum aðeins yfir það sem er verið að bjóða okkur sunnlendingum.
VG: Atli Gíslason er úr Reykjavik............................hvernig í ósköpunum getur það verið að við ættum að falla fyrir þessu....nei takk.
Sjálfstæðisflokkurinn: Árni Matt úr Hafnafirði (gabblari)............... held ekki.... að færa lögheimili austur er til að fá dreifbýlisstyrkinn......... Árni Johnsen,..... JÉ RÆT..........þegar ég er búinn að koma minknum út úr hænsnakofanum,þá hleypi ég honum ekki aftur inn... gáfulegt þetta hjá þeim.
Samfylkingin: Björgvin er sennilega drengur góður og sannanlega "okkar" maður, Lúðvík er ekki bara komið nóg hjá honum.....held það nú bara...
Íslandshreyfingin: Nenni ekki að eyða tíma í þetta rugl.........
Frjálslyndi flokkurinn: Grétar og Óskar tveir af suðurnesjunum......haldið þið að þetta sé þeim til framdráttar?.......Einmitt.
Framsóknarflokkurinn: Guðni og Bjarni er svo sannanlega menn úr "okkar sveit" og geta alveg klárlega haldið utan um okkar hagsmuni, að vísu held ég að Guðni sé orðin svolítið þreyttur.........................Sennilega eru fjölmiðlarnir búnir að gjör eyða þessum flokki undanfarið.....
Þannig að við sunnlendingar eigum nú ekki um auðugan garð að gresja.
Athugasemdir
Alveg sammála þér varðandi hreppapólitíkina...ef við hugsum þetta út frá henni. Bara Samfylking og Framsókn sem koma til greina að mínu mati....eða sko....bara Samfyl......nei, nei, segi nú bara svona
Sigþrúður Harðardóttir, 8.5.2007 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.