AFTUR TIL FORTÍÐAR

Við erum búin að vera að ræða það hjónin að fara saman út að hlaupa eða labba,ég hef hinsvegar  ekki verið alveg sáttur við það,þar sem hún hefur gert þetta síðustu árin en ég ekki,ég hef haldið því fram að hún sé í svo góðri þjálfun að ég komi ekki til með að eiga roð við henni,og þar sem ég er frekar mikill keppnismaður(tapsár) vildi ég auðvitað ekki fara með henni.Police

Ég hinsvegar er í góðri þjálfun við stangveiðar og skotveiðar ásamt öðru sem ekki er vert að taka fram.

Þessi elska vildi auðvitað ekki gefast upp og við skildum gera eitthvað saman sem er auðvitað æðislega gaman,en hvað halið þið að mín heittelskaða Hearteiginkona hafi gert?

Hún keypti neflinlega handa mér REIÐHJÓL,þvílíkur snillingur sem hún er.

Það var neflinlega þannig að þegar ég kom heim í gærkveldi sá þetta splunkunýja REIÐHJÓL við dyrnar hélt ég auðvitað að nýjasti teinda sonurinn á heimilinu væri komin í heimsókn til að sýna þennan glæsilega fák sinn,en ekki aldeilis.

Nú skildi farið út að hjóla og það gerðum við að sjálfsögðu í gærkveldi og var mjög gaman að upplifa sig “aftur til fortíðar” ég hef eiginlega ekki hjólað í 30ár eða svo,en kem sennilega til með að hjóla mikið í sumar.Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

...og þú munt fara eins og elding eftir Lyngberginu!

Sigþrúður Harðardóttir, 4.5.2007 kl. 17:09

2 Smámynd: Vignir Arnarson

Veit ekki alveg hvort þetta er hrós eða ábending   

Vignir Arnarson, 4.5.2007 kl. 18:09

3 identicon

Til hamingju með nýja hjólið....en er búið að taka hjálpardekkin af??? kv hb

hb (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 22:38

4 Smámynd: Vignir Arnarson

Jú jú frú HB ég er meira að seigja búin að senda þér þau eins og þú baðst um.................

Vignir Arnarson, 8.5.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband