Sveppasósa eða sveppasúpa

 

Þegar ég er orðin svangur þá fæ ég mér að borða,klukkan var rúmlega fjögur í gær og mig farið að svengja ofurlítið en börnin og teindabörn og fleiri vinir ætluðu að koma í mat.

Matseðilinn var mjög einfaldur eins og venja er á mínum bæ þ.e. Sveppasúpa í forrétt og svo var nautafile og svínalund ásamt svínahnakkasneiðum og auðvitað allt grillað með öllu grænmeti, portobello rjómasveppasósu og alless,og svo að sjálfsögðu eftirréttasprengja sem frúin ein gerir.

Matarást er mikil á mínu heimili.HeartInLove

 

En allavega,þarna stóð ég 1/2hungraður og langaði til að fá mér smá súpu tetur svona fyrir matinn sem og ég gerði.

En þegar konan fór að huga að rjómasveppasósunni tók hún eftir því að töluvert minna var í sósupottinum en þegar hún græjaði hana,á þessum tíma var ég komin inní sófa alveg að farast í maganum og minntist hún á þetta við mig,þá rann það upp fyrir mér að ég hafði étið helv....... sósuna með góðri lyst en ekki súpuna,já svona getur græðgin verið mikil á stundum.

Kvöldið fór auðvitað allgjörlega forgörðum hjá mér og ég grillaði ofan í gestina með góðum árangri að vanda og þetta var hin besta veisla”held ég” því ég borðaði auðvitað ekkert algjörlega frá eftir að hafa verið búinn að drekka 1/2L að heitum matreiðslu rjóma með sveppum útí  DAMM  Sick

En svona ef nú lífið,og mig hlakkar mikið til að fara heim á eftir og borða afgangana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki sagt annað en þetta hafi stórgott hjá þér faðir góður. Sjaldgæft að þú klikkir við grillið, en já græðgin getur farið algerlega með menn

HjaltiVignis (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 12:11

2 identicon

Þú ert auðvitað vangefinn. Loksins fékkst staðfesting á því ;)

Markús (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 12:16

3 Smámynd: Vignir Arnarson

Já Markús minn það er svona þetta er auðvitað 1/2gerð vengefni að gera þetta,en það eru nú sennilega ekki allir sem hafa gert þetta og það er auðvitað stóri ++  við þetta   ekki satt?

Vignir Arnarson, 3.5.2007 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband