24.4.2007 | 16:54
Er allt í einu í lagi að aka fullur?
Ég held svei mér þá að þetta sé eitthvað það heimskasta sem ég hef lesið lengi,hverskonar fávitar eru að dæma þetta,
"Slysið varð í nóvember á síðasta ári. Áfengismagn í blóði mannsins sem ók bílnum var1,32 prómill. manninum var gefið að sök að hafa ekið án nægjanlegrar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður, með þeim afleiðingum að bíllinn fór yfir vegstiku og á steinblokkir, sem settar höfðu verið upp sem vegþrenging".
Tókuð þið eftir þessu án nægjanlegrar aðgæslu.
En ekki hvað,maðurinn var blindfullur og ók of hratt,við hverju anskotanum bjuggust þessir 1/2 vitar sem dæmdu manninn,að kallinn færi gætilega,ég á ekki orð.
Það sem ég er að lesa út úr þessu er að þetta er allt verktökunum að kenna,að maðurinn skuli hafa látist.
Fangelsi fyrir gáleysislegan akstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afhverju má aldrei kenna aðstæðum um slys og afleiðingar þeirra? Ég keyrði þarna núna fyrir nokkrum dögum þegar var verið að klára að opna eftir breikkun, og þetta er bara stórhættulegt svæði að keyra á þótt maður sé ekki undir áhrifum áfengis, ætli þetta hafi ekki verið svipað þá?
Ég veit ekki hver ber ábyrgð á öryggi á svæðinu, en það á að vera mun meira en það var þarna. Þeir eiga ekki að vera stikkfrí fyrir gagnrýni, jafnvel þótt sá sem lenti í þessu slysi hafi verið fullur.
Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 17:19
Ég seigi enn og aftur hvernig í anskotanum er hægt að heimfæra það uppá dauðadrukkinn ökumann að hann hafi ekki sýnt nægjanlegrar aðgæslu???????
Ég veit ekki betur en að þetta orð sé ekki til þegar menn verða fullir.
Hinnsvegar er ég sammála um að auðvitað eiga merkingar að vera í lagi,en ábyrgðin er þó ekki hjá þeim í þessu tilfelli.
Vignir Arnarson, 24.4.2007 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.