Nýtt málverk á hverjum morgni

Já það er allveg yndislegt að vakna í svona veðri eins og í morgun,hvít mjöll yfir öllu og heiðríka,maður sest yfir kaffibolla með ristuðu brauði og ætlar sér að líta í blöðin,en það er bara ekki hægt,svo fallegt er að horfa úr stofuglugganum austur yfir og sjá ávalt nýtt málverk á hverjum morgni,þarna er Heklan í öllu sínu veldi hvít og falleg,Mógilshöfði og Rauðufossfjöllin,Tindfjöll og Mýrdals og Eyjafjallajökullinn,þetta er sú mynd sem ég sé og breytist dag frá degi,stórglæsilegt um há vetur að sjá  þegar sólin er að rísa bak við þessi fjöll,þá myndast allveg ótrúlega falleg birta sem gerir umhverfið óviðjafnanlegt.En hvað um það fjöllin eru þarna og verða um ókomna tíð og sennilega sólin líka svo það er um að gera að halda áfram að njóta þess besta sem boðið er uppá  dag hvern.

Í dag snérist þetta allveg við miða við gærdaginn það snjóaði heima en það var autt þegar ég kom í bæinn,en þó var sjáanlegur munur á bílunum,þeir voru neflinlega ekkert klesstir heima þótt það hefði snjóað öfugt við gærdaginn.LoL

Það er allveg með ótrúlegt hvað mikið af fólki virðist hafa miklar og sterkar skoðanir á pólitík,sérstaklega núna svona fyrir kosningar,það bara spretta upp heilu sérfræðingasveitirnar af þessum  liði,hvar í anskotanum eruð þið eiginlega hina 46mánuðina,hvernig dettur ykkur í hug að einhver taki mark á þessu endalausa bulli í ykkur sem eruð búinn að hafa 48mánuði til að tjá ykkur en gerið það svo núna,ætli það væri ekki meira vit í að hafa skoðanir sem eru það heilsteyptar að þær hanga þó í heilanum þó ekki nema væri út kjörtímabilið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband