27.3.2007 | 13:35
Fyrsta bloggfærsla
Nú er sko vorið komið eða hvað?
Jú það örlaði á hvítu í morgun og allveg helv....mikil hálka á fjallinu og svo heirði ég í fréttum að það væri bara allt vitlaust í bænum útaf veðri,var meira að seigja farinn að spá í að fá lánaðan bílinn hjá konunni til að komast í bæinn í vinnuna út af þessum fréttaflutningi,svo komst ég auðvitað í bæinn á hinum frábæra KALOS,og hvað haldið þið að ég hafi séð,en ekki auðar götur í borginni en klessta bíla út um allt,hvað er það sem við sveitavargarnir gerum í hálku,jú förum varlega og leggjum fyrr af stað,en þessi aðkoma í borgina bar þess engin merki að svo væri.
Jú jú auðvitað er vorið komið,bara ekkert að flýta sér,en komán,só vott,ég meina tjaldurinn er kominn og þá er sko komið vor.
Hvað um það 1 í veiði er allavega á sunnudaginn og þá förum við félagarnir og leggjum undir okkur Brúará,loksins loksins er komið aftur nýtt veiði ár,var að vísu ekkert sérstakt í fyrra,en þær voru fáar og stórar bleikjurnar sem ég fékk enda tóm þvæla að vera veiða þessa litlu,miklu betra að gera bara eins og ég að bíða og leifa þeim að stækka .
Jæja er þetta ekki gott í bili,held það nú bara
Athugasemdir
ÆÆ það hefði verið svo gaman að kenna ykkur eitthvað
Vignir Arnarson, 28.3.2007 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning