VAR VERIÐ AÐ LENGJA FERÐATÍMA EYJA MANNA OG ÞEIRRA GESTA.????

Þeir sem hyggjast aka frá Reykjavík til Landeyjarhafnar þurfa að gera ráð fyrir 2 klukkustunda akstri ef aðstæður eru góðar.

Takið eftir þessu, þegar aðstæður eru góðar.

Þetta á örugglega eftir að verða mörgum mikill vegatálmi þegar kemur fram á vetur, og svo voru menn að halda að leiðin væri að styttast, það eina sem styttist er siglingatíminn.

En það gagnast lítið að flytja mannskapinn uppá land þegar allt er ófært vegna snjóa og skafrennings með tilheyrandi fórnakostnaði þegar menn vaða að stað til RVK.

Ætli ný hraðskreiðari ferja hefði nú ekki verið betri kostur.

Þetta er enn og verður ávalt ein heimskulegasta vegaframkvæmd Íslandssögunar  

(með héðinsfj göngum)


mbl.is Fólk gefi sér góðan tíma til að ná ferjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Loksins bendir einhver á augljósa ÓKOSTILandeyjahafnar og ég er smeykur um að vegna þess hve oft verður ÓFÆRT í Landeyjahöfn næsta vetur verði Herjólfur nokkuð tíður gestur í Þorlákshöfn.  Ég vil benda þér á þessa grein sem ég skrifaði um þessa hafnargerð, sem þá var fyrirhuguð, í október 2007 SjÁ HÉR.

Jóhann Elíasson, 29.7.2010 kl. 09:09

2 identicon

Býrð þú kannski í Þorlákshöfn?

rocky (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 09:11

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Farðu bara í þjóðskrána, "Rocky", þá sérðu hvar ég bý.

Jóhann Elíasson, 29.7.2010 kl. 09:24

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Jóhann býr mjög líklega á Þorlákshafnarvegi 112.

Þessi nýja höfn er nánast eins og brú yfir til Vestmannaeyja. Fleiri ferðir daglega og styttri sigling. Veður er ekki vandamálið að undaskildum nokkrum dögum á ári. Alls eru farnar 1440 ferðir á ári og þó að 14 ferðir verði á gamla staðinn þá er það ekki nægjanleg rök fyrir því að gamla leiðin sé betri.

Guðlaugur Hermannsson, 29.7.2010 kl. 09:42

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðlaugur, þú skalt lesa greinina og ef menn hafa ekki getu eða burði til að fara í þjóðskrána er eins gott að ég upplýsi það strax að ég er Hafnfirðingur en er búsettur á Keflavíkurflugvelli eins og er.  En ef við hverfum að öðru getur verið að ég hafi verið með bróður þínum, Einari í bekk á sínum tíma????

Jóhann Elíasson, 29.7.2010 kl. 09:47

6 identicon

Já já, við sáum mörg skrif Jóhanns, gott ef hann skrifaði ekki líka í einhverjum af pistlum sínum að hafnargarðurinn myndi hverfa í fyrsta alvöru veðrinu þarna, en það er hægt að benda fólki á að fyrir hafnargarðinn hefur ekkert komið fyrir og það þrátt fyrir að hann se ekki alveg full kláraður.

Nú er gott að benda fólki á það að frá opnum þá hafa allir ferðir verið fullar, sem skilar sér í auknum tekjum til fyrirtækja og fólks í bænum. Með stuttum siglingartíma og mikla fjölgun ferða er fólk nú ekki lengur að setja þessa sjóferð fyrir sig + gríðarlega styttingu ferðatíma eða úr 3 tímum og 45 mín niður í 2 klst eða tæplega 4 klst miðað við fram og tilbaka, það hefur nefninlega komið á daginn að það var réttast að láta ekki misvitra moggabloggara ákveða hvernig ætti að byggja upp samgöngur við vestmannaeyjar og á íslandi.

Annars var búið að reikna út frátafir í landeyjarhöfn miðað við ölduduflið síðustu ár og hefðu þær verið minni í landeyjarhöfn þar sem ölduhæð er t.t fljót að detta niður og herjólfur kemst nánast alltaf amk 1 ferð á sólahring útaf stuttum siglingartíma.

Btw, það voru 20 metrar fyrir c.a viku og ekkert vesen fyrir dallinn að fara inn, úrtöluraddirnar eru nánast allar að hverfa og eru að sjá það að þeir höfðu bullandi rangt fyrir sér í þessu, hörðustu andstæðingar þessara fjöru eru núna að tryllast yfir snildinni sem þetta er, að geta nú skroppið uppá land með litlum sem engum fyrirvara og gert eins og fólk annarrstaðar á suðurlandi, austurlandinu og víðar, KEYRT BÍL á næsta áfangastað!!!!!

Til hamingju eyjamenn og aðrir að geta núna í stað 1-2 ferða á dag og hanga í dallinum í 3 klst, skotist uppá land á hálftíma

Gummi (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 10:38

7 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ég benti á þetta fyrir einu og hálfu ári síðan, http://tourguide.blog.is/blog/tourguide/entry/763929/ en fékk heldur dræm viðbrögð.

Það er sama hvernig menn ,,reikna" skemmri aksturstíma, það tekur að minnsta kosti tvo tíma, ,,við bestu aðstæður" að aka til Reykjavíkur, eftir hættulegasta vegi landsins.

Það sýnir sig nú þegar, að fólk vanmetur vegalengdina og ekur allto hratt, til að reyna að ná skipinu. Ég er líka hræddur um að Eyjamenn eigi eftir að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir leggja í þennann akstur í vondum veðrum, og ófærð.

Ég er ennþá þeirrar skoðunnar, að landeyjahöfn hafi verið vitlaus framkvæmd.

Börkur Hrólfsson, 29.7.2010 kl. 11:40

8 Smámynd: Vignir Arnarson

Það skal skírt tekið fram hér, að það ætla ég að vona ef guð lofar, að allir komist heilir heim, hvort sem er til eyja eða upp á landi.

Það sem ég var að benda á með þessum skrifum mínum, var að ferða tíminn er hreint ekkert að styttast fyrir eyjamenn sem eru á leiðinn til RVK.

 Og síst af öllu þegar vetur konungur gengur í garð, menn ættu nú að vita hvernig veðrin verða þarna austur frá, og þá sér í lagi des-jan-feb og fram í mars.

Menn verða að búa sig undir slíkt í tíma og vera opnir fyrir svona umræðum, þær eru af hinu góða ef menn skiptast á skoðunum,hér er ekkert verið að setja út á eyjamenn þeir eru gott fólk,og hvar menn eru búsettir er algjört aukaatriði.

Vignir Arnarson, 29.7.2010 kl. 14:49

9 identicon

Það er alveg ótrúlega stór hluti eyjamanna sem klóra sér í hausnum yfir þessum framkvæmdum. Þeir eiga erfitt með að sjá búbótina, sérstaklega þar sem það er dýrara og tekur lengri tíma fyrir þá að fara til Reykjavíkur en áður.

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 15:10

10 identicon

Vegurin frá reykjavík til landeyjarhafnar er svo slæmur að ef þeir ætla að hafa landeyjarhöfn þarf að breikka ef ekki tvöfalda vegin, það er stórhættulegt að láta allan þennan fjölda keyra í 2 tíma í stað þess að sitja í herjólfi í 2 tíma.

Raggi (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 20:15

11 Smámynd: Vignir Arnarson

Það er einmitt þetta sem ég er að benda á með skrifum mínum Raggi.

Vignir Arnarson, 30.7.2010 kl. 08:15

12 Smámynd: Vendetta

Ég hef aldrei komið til Eyja, því að ég hef aldrei haft neina löngun til að velkjast á sjónum klukkutímum saman, sem er hrein tímasóun, þótt ég hafi verið sjómaður í ungdæmi mínu. En með þessari verulegu styttingu siglingatímans er ég að hugsa um að skella mér bráðlega. Ég hef ekkert á móti því að keyra til Landeyjarhafnar, heldur ekki að vetrarlagi (veturnir eru ekki það slæmir). Og með 3 - 4 ferðum á dag er kominn mikill sveigjanleiki.

Ég hef aldrei skilið þá heimsku að halda áfram að sigla frá Þorlákshöfn eftir að Þjóðvegur 1 var malbikaður fyrir áratugum síðan. Að sigla þessa löngu leið til Eyja frá Þorlákshöfn er lítið betra en að sigla frá Reykjavík. Auðvitað eru Þorlákshafnarbúar sárir yfir þessu, nú hefur þorpið misst mikilvægi sitt og einhverjir eflaust misst vinnu við höfnina. En ekkert varir að eilífu.

Vendetta, 6.9.2010 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband