Hversu góðir geta brandarar orðið,þessi er geðv............................

Blindur maður villist inn á kvennabar, finnur sér stól við barborðið og pantar sér glas.
Þegar hann er búinn að sitja nokkra stund kallar hann á barþjóninn: "Heyrðu, á ég að segja þér ljóskubrandara?"

Á sömu stundu dettur allt í dúnalogn á barnum, þar til konan við hlið blinda mannsins segir við hann með lágri, dimmri rödd: "Áður en þú segir þennan brandara, góði minn, þá held ég að það sé réttast af því þú ert blindur, að ég fræði þig um fáein atriði:
Barþjónninn er ljóshærð kona.
Útkastarinn er ljóshærð kona.
Ég er 1,85 á hæð, 100 kíló og er með svarta beltið í karate, og ég er ljóshærð.
Konan við hliðina á mér er ljóshærð og íslandsmeistari í lyftingum.
Konan sem situr hinum megin við þig er ljóshærð og er íslandsmeistari í vaxtarækt.
Hugsaðu þig vel um, vinur. Langar þig enn að segja þennan brandara þinn?"

Blindi maðurinn hugsar sig um andartak, hristir svo höfuðið. "Nei, ætli það", segir blindi maðurinn, "Ekki ef ég þarf svo að útskýra hann fimm sinnum."


Svo dettur mönnum í hug að tengja okkur við normenn í kreppuni.

Noregskóngur fær efnahagsaðstoð í fjármálakreppunni

mynd

Haraldur Noregskóngur og fjölskylda hans fær sinn hlut í efnahagsaðstoð norskra stjórnvalda til handa atvinnu- og fjármálalífi landsins. Alls fara 27 milljónir norskra kr. eða rúmlega 460 milljónir kr. til konungsfjölskyldunnar, í þeim pakka sem norska stjórnin hefur kynnt.

Í frétt um málið í Jyllands-Posten segir að peningar þessir séu eyrnamerktir til viðhalds og endurnýjunnar á eignum konungsfjölskyldunnar.

Meðal eigna sem þarfnast viðhalds eru Bygdö Kongsgård. En Hákon krónprins og kona hans Mette-Marit fá einnig sinn skerf af fyrrgreindri upphæð því tæplega helmingur hennar verður notaður til endurnýjunnar á bústað þeirra að Skaugum.


Segjum stöð 2 upp stöndum saman í þessu eins og öðru

Segjum stöð 2 upp stöndum saman í þessu eins og öðru 

Þetta er ömurlega staðreynd að lesa þetta um okkar samlanda sem hefur notið trausts meðal þjóðarinnar.Og við gert hvað við getum til þess að versla við hann og hanns félög og hvað er að gerast?Nei takk nú er nóg komið og ég sagði upp stöð 2 um daginn þegar auðvaldið rak bestu fréttamenn sem þjóðin hefur alið eins og Sigmund,og þá kompásmenn.

Hugsið ykkur andskotans óþverraskapinn í þessum líð,svo er menn hissa á að ríkistjórnin sé að fara frá vegna spillingar...................


mbl.is Milljarðalán skömmu fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland fær ræðismann í Tógó,það er svona sem á að gera hlutina

Það er gott til þess að vita að peningum sé varið í eitthvað uppbyggilegt.

mynd
Hjónin Njörður P. Njarðvík og Bera Þórisdóttir, stofnendur SPES.

Íslensk ræðismannsskrifstofa verður opnuð í Afríkuríkinu Tógó hinn 11. febrúar. Kjörræðismaður verður Claude Gbedey, fjármálastjóri barnaþorps SPES frá stofnun þess. Embætti kjörræðismanns er ólaunað. Hlutverk hans er að gæta hagsmuna íslenskra ríkisborgara og styðja við stjórnmála-, viðskipta- og menningarsamstarf.
Hjálparsamtökin SPES reka barnaþorp í borginni Lóme þar sem 92 börn eiga heimili.
Hjónin Njörður P. Njarðvík og Bera Þórisdóttir, sem voru meðal stofnenda SPES, leggja af stað í árlega ferð til Tógó í dag. Meðal annars munu þau líta til með uppbyggingu nýs þorps sem hafin er. Þá munu þau heimsækja skólann sem börnin í þorpinu ganga í, en hann hafa samtökin stutt við bakið á. „Þarna eru fáir kennarar og léleg aðstaða. Við höfum meðal annars byggt skólastofur og látið leggja rafmagn, í samstarfi við foreldrafélag skólans," segir Bera.
Samtökin finna fyrir kreppunni eins og aðrir. Bera segir þó framtíð þeirra þó ekki í hættu. „Við höfum tryggt okkur og eigum fé til að reka heimilið um ákveðinn tíma. En þrátt fyrir allt hefur almenningur haldið áfram að styrkja okkur og margir hafa haldið áfram að gefa ríkulega


Svona eiga menn að gera þetta

Það hefur sjaldan borið árangur að beita ofbeldi gegn ofbeldi,og hvað þá hóp sem engan hefur leiðtogann svo það er ágætt að fólk er að mótmæla á rólegu nótunum
mbl.is Mótmælt í góðri sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það að verða gamall þýðir ekki að við hættum að gamma okkur eins og þessi saga sýnir svo berlega.......

untitled_770307.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

3 langömmur sátu á bekk framan við hjúkrunarheimilið, þegar langafi kom arkandi.

afi_770308.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ein amman kallaði til hans: "Við getum getið okkur nákvæmlega til um hvað þú ert gamall - Viltu veðja

 

Gamli svaraði: "Þið eigið ekki minnsta möguleika á að geta hvað ég er gamall, kellingakjánar"

 

Amman hélt áfram:  "Auðvitað getum við það.  Farðu bara úr buxunum – líka nærbuxunum – og við stöndum við okkar."

 

Það fauk aðeins í gamla, en staðráðinn í að troða þessari vitleysu ofan í kjellingaddnar, skellti hann sér úr brókunum.

 

Ömmurnar báðu hann að snúa sér fyrst í nokkra hringi og síðan gera nokkur mismunandi hopp.

 

Að lokum skríktu þær - sameiginlegan úrskurð:  "Þú ert 87 ára"

 

Með hökuna á bringunni og buxurnar á hælunum, spurði sá gamli:  "Hvernig gátuð þið eiginlega upp á því?"

 

Skrattans kjellingarnar slógu sér – glottandi -  á lær, og hrópuð í kór:

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

"Við vorum í afmælinu þínu í gær"

 


Og ef að olíufélögin hækka ekki verðið þá bara kemur ríkið og hækkar álögurnar..........

Já þetta er með ólíkindum og ef að  olíufélögin hækka ekki verðið þá bara kemur ríkið og hækkar álögurnar til þess að passa það við ökum ekki of mikið......eða var það vegna þess að þessir 1/2vitar sofnuðu á verðinum í peningamálunum og allt hrundi og nú eigum við að borga fyrir þá sem ekki eru á landinu til að greiða fyrir hrunið eð VAR ÞAÐ...................................................

 


mbl.is Olíuverð ekki lægra í 4½ ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Passíusálmar Alþingismanna.

Passíusálmar Alþingismanna
1
Upp, upp, mín laun og allt hitt með,
upp mitt bjarta og góða geð.
Halldór og aðrir hjálpi til.
Herrans aura ég minnast vil.

2
Sankti Davíð skipar skyldu þá,
skulum vér allir Alþingi á
kunngjöra þá umbun og dörtí díl,
sem djöfull bauð aumum Davíðsskríl.

3
Ljúfan Mammon til lausnar mér
langaði víst að hjálpa hér.
Mig skyldi og lysta að minnast þess
mínum drottni til þakklætis.

4
Í auðlegð mér líka aurinn ber,
æ, hvað er mikil rækt í mér.
Mammon er gætinn í minn stað.
Of sjaldan hef ég minnst á það.

5
Sál mín, skoðum þá sætu von,
sem hefur oss við guð, vorn mammon,
forhækkað aftur og forlaunað.
Fögnuður er að hugsa um það.

6
Hvað stillir betur hjartans böl
en heljar gnægð og auravöl?
Hvað heftir framar hneyksli og synd
en hrægamms gyllta auðarmynd?

7
Hvar fær þú glöggvar, sál mín, séð
sanna guðs ástar hjartageð,
sem faðir græðginnar fékk til mín
framar en hér í Alþingis vin?

8
Ó, mammon, gef þinn anda mér,
allt svo verði til dýrðar þér
uppreiknað, svikið, sagt og téð.
Síðan þess aðrir ei njóti með.

Aðventu brandari.

Smá grín á aðventunni.

Mamman hafði verið að segja litla syni sínum að hann væri búin að vera mjög óþægur þetta árið.

"Hva... ekkert í skóinn!" grenjaði strákurinn.

"Jæja" sagði mamman, "kannski ef þú skrifar Jesúbarninu bréf og segir honum að þér þyki það mjög leitt, þá kannski gefur jólasveinninn þér eitthvað

Litli drengurinn fór inn í herbergið sitt og byrjaði á bréfinu.

Með hverju bréfinu, sem hann byrjaði á, eftir öðru, baðst hann afsökunar og lofaði að vera góður í einhvern afmarkaðan tíma.

Hvert bréfið á fætur öðru krumpaði hann saman, henti og breytti "vera góður". Að endingu gafst hann argur upp en fékk þá hugljómun!

Hann hljóp inn í stofu þar sem var lítið líkan af fjárhúsinu í Betlehem, þar fjarlægði hann styttuna af Maríu og pakkaði henni varlega inn í sokk og kom henni svo vandlega fyrir ofan í skúffu hjá sér, loks náði hann sér í blað og blýant og byrjaði að skrifa:

"Kæra Jesúbarn, ef þú vilt einhvertíma sjá móður þína aftur....."

jesú


Þetta skildi ekki haft í flimtingum,hér er um gríðarlega viðkvæmt mál að ræða.

Þetta skildi ekki haft í flimtingum,hér er gríðarlega viðkvæmt mál að ræða.

Við hérna fyrir austan fjall höfum þetta svona þessi jól,með sameiginlega átaki sem á ekki bara að ná til jólanna vegna þess að við höldum að það verði hugsanlega erfitt víða eftir áramót jan feb og mars og þess vegna er fólk velkomið til okkar til þess að leita sér hjálpar eftir áramótin.

Þessi sameining þ.e. að hafa rauðakrossdeild,kvenfélög og líknasjóð kirkjunar ásamt frjálsum framlögum að útdeila til þeirra sem erfitt eiga gerir okkur mun sterkari fjárhagslega til þessa verkefnis.

Verum góð hvort við annað og hjálpum þeim sem hjálpar þurfa.

guð


mbl.is Aðstoð kirkjunnar tvöfalt meiri nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband